Smíðaði bíl frá grunni Birta Björnsdóttir skrifar 14. apríl 2016 19:45 Þó bílaauglýsingar teljist síst fátíðar á síðum blaðanna er þaðöllu sjaldgæfara að heimasmíðaðir fornbílar komi á sölu. Það gerðist þóá dögunum og er sá bíll ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að hann er nákvæm eftirmynd fyrsta bílsins sem kom hingað til lands. Það er Sverrir Andrésson sem á heiðurinn af smíði bílsins. „Það eru mörg ár síðan mér datt fyrst í hug að það væri gaman að smíða bíl sem væri eftirmynd Thomsens-bílsins, sem var fyrsti bílinn sem kom hingað til lands,“ segir Sverrir.Það var árið 1904 sem Dethlev Thomsen, konsúll og kaupmaður, flutti inn þýskan bíl af gerðinni Cudel. Gatnakerfi Reykjavíkur og nágrennis var ekki upp á marga fiska og hinn þánefndi mótorvagn reyndist ekki sem skyldi hér á landi og var seldur úr landi árið 1908. „Þannig að það er ekki til eitt einasta stykki úr honum hér á landi. Svo ef maður ætlar að gera bíl eins og hann þarf að búa það allt til einhvernvegin," segir Sverrir. Eftir tíðar bréfaskriftir til Þýskalands í leit að samskonar bíl eða varahlutum án árangurs ákvað Sverrir að smíða Thomsensbílinn frá grunni og hafði ljósmyndir til hliðsjónar. „Ég finn allt til íþetta sem þarf að nota. Fann til dæmis gamlan Susuki-bíl sem ég gat notað vélina úr. Og svo var bara tekið við að smíða. Og með hjálp margra góðra manna er bíllinn eins og hann er í dag," segir Sverrir. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er bíllinn mikil völundarsmíð og vandað til verka við hvert einasta smáatriði. Það sjaldgæfa vandamál kom til dæmis upp að ekki var nógu hátt hljóð í vélinni. Sverrir fékk þá vin sinn til aðútbúa hljóðbút sem líkastan þeim látum sem fyrirmyndin framkallaði. Bíllinn er ekki sá eini sem Sverrir hefur á ferilskránni en hann á nákvæma skrá yfir þá 96 bíla sem hann hefur átt í gegnum tíðina. Sverrir segist hættur í bílastússinu. Hann geri það með öðrum hætti í dag þar sem hann safni myndum af gömlum bílum, ekki síst bílum úr Árneshreppi. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þó bílaauglýsingar teljist síst fátíðar á síðum blaðanna er þaðöllu sjaldgæfara að heimasmíðaðir fornbílar komi á sölu. Það gerðist þóá dögunum og er sá bíll ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að hann er nákvæm eftirmynd fyrsta bílsins sem kom hingað til lands. Það er Sverrir Andrésson sem á heiðurinn af smíði bílsins. „Það eru mörg ár síðan mér datt fyrst í hug að það væri gaman að smíða bíl sem væri eftirmynd Thomsens-bílsins, sem var fyrsti bílinn sem kom hingað til lands,“ segir Sverrir.Það var árið 1904 sem Dethlev Thomsen, konsúll og kaupmaður, flutti inn þýskan bíl af gerðinni Cudel. Gatnakerfi Reykjavíkur og nágrennis var ekki upp á marga fiska og hinn þánefndi mótorvagn reyndist ekki sem skyldi hér á landi og var seldur úr landi árið 1908. „Þannig að það er ekki til eitt einasta stykki úr honum hér á landi. Svo ef maður ætlar að gera bíl eins og hann þarf að búa það allt til einhvernvegin," segir Sverrir. Eftir tíðar bréfaskriftir til Þýskalands í leit að samskonar bíl eða varahlutum án árangurs ákvað Sverrir að smíða Thomsensbílinn frá grunni og hafði ljósmyndir til hliðsjónar. „Ég finn allt til íþetta sem þarf að nota. Fann til dæmis gamlan Susuki-bíl sem ég gat notað vélina úr. Og svo var bara tekið við að smíða. Og með hjálp margra góðra manna er bíllinn eins og hann er í dag," segir Sverrir. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er bíllinn mikil völundarsmíð og vandað til verka við hvert einasta smáatriði. Það sjaldgæfa vandamál kom til dæmis upp að ekki var nógu hátt hljóð í vélinni. Sverrir fékk þá vin sinn til aðútbúa hljóðbút sem líkastan þeim látum sem fyrirmyndin framkallaði. Bíllinn er ekki sá eini sem Sverrir hefur á ferilskránni en hann á nákvæma skrá yfir þá 96 bíla sem hann hefur átt í gegnum tíðina. Sverrir segist hættur í bílastússinu. Hann geri það með öðrum hætti í dag þar sem hann safni myndum af gömlum bílum, ekki síst bílum úr Árneshreppi.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira