Byltingarkennd meðferð augnsjúkdóma Svavar Hávarðsson skrifar 27. janúar 2016 07:00 Að losna við að láta sprauta lyfi í augað á sér er eitthvað sem flestir myndu kjósa. mynd/oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis ehf. hefur þróað byltingarkennda tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma. Tæknin, sem er varin einkaleyfi, lýtur að því að nota augndropa í stað augnástungu til að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans. Þá leysir tæknin einnig tvö stærstu vandamál hefðbundinna augndropa, en með tækninni má margfalda leysanleika lyfja og ná fram langverkandi áhrifum. Leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar er hafin. Guðrún M. Ásgrímsdóttir, rannsóknarstjóri hjá Oculis, segir að tæknin eigi rætur að rekja til lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, en hugvitið er prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. „Tæknin skapar verulega möguleika til lyfjaþróunar, sérstaklega fyrir sjúkdóma í afturhluta augans en einnig fyrir ýmsa algenga og erfiða sjúkdóma í framhluta augans,“ segir Guðrún. Fyrirtækið Oculis var stofnað um þessa tækni árið 2003. Grunnrannsóknir og dýratilraunir hafa að stærstum hluta farið farið fram í Reykjavík. Klínískar rannsóknir [rannsóknir í mönnum] hafa að mestu farið fram erlendis, m.a. í Japan, Ísrael og Danmörku. Fyrir það lyf sem lengst er komið í þróun hjá Oculis, DexNP, hafa rannsóknir sýnt fram á að bæta megi sjón og minnka bjúg í sjónhimnu augans með augndropunum einum saman. „Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á tveimur mismunandi sjúkdómum sem í dag eru að stærstum hluta meðhöndlaðir með lyfjum sem sprautað er inn í augað með sprautunál,“ segir Guðrún.Guðrún Marta ÁsgrímsdóttirMegináhersla Oculis er að fá DexNP samþykkt til meðferðar við sjónhimnubjúg í sykursýki. Lyfið er hins vegar líklegt til að þjóna sem meðferð við öðrum sjúkdómum, m.a. sem bólgueyðandi lyf eftir augasteinsskipti, uveitis (sjaldgæfur bólgusjúkdómur) og aldurstengdri hrörnun í augnbotnum. Oculis þróar jafnframt fleiri lyf til hliðar við DexNP til meðferðar á öðrum algengum augnsjúkdómum. Er þar m.a. um að ræða lyf við gláku, þurrum augum og augnsjúkdómi í sykursýki (diabetic retinopathy). Oculis tilkynnti um miðjan desember að í byrjun þessa árs hæfist leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar á DexNP augndropunum. Áætlaðar tekjur af DexNP eru verulegar verði lyfið markaðssett í Evrópu og Bandaríkjunum. Tvö lyf eru í dag ríkjandi á markaði fyrir sjónhimnusjúkdóma en samanlagðar tekjur þeirra nema í dag um sex milljörðum Bandaríkjadala á ári, þrátt fyrir að einungis lítill hluti sjúklinga sé í dag að fá meðferð. „Mikil þörf er fyrir einfaldari meðferðarúrræði við sjónhimnusjúkdómum, en sem dæmi má nefna að áætlað er að aðeins um tvær milljónir þeirra 25 milljóna manna sem þjást af sykursýkistengdum sjónhimnubjúg fái lyf við hæfi, m.a. vegna skorts á aðgengi að sérhæfðum augnlæknum með sprautuaðstöðu,“ segir Guðrún.Oculis í hnotskurnOculis ehf. er fyrirtæki sem vinnur að þróun augnlyfja.Fyrirtækið vinnur með nanóagnir í augndropum sem auka frásog lyfja inn í augað. Þannig má bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum.Hægt er að meðhöndla sjónhimnusjúkdóma með augndropum þannig að sjúklingar þurfa ekki á augnástungum að halda.Þrír reyndir einstaklingar úr lyfjaiðnaði voru kosnir í stjórn félagins í júní síðastliðnum, þeir Dr. Joeseph Markoff, augnlæknir og fyrrum yfirmaður augndeildar Merck, Dr. K. George Mooney, fyrrrum forstöðumaður þróunareiningar Pfizer, og Dr. James D. Pipkin, núverandi forstöðumaður lyfjaþróunar hjá Ligand Pharmaceuticals.Þá tók Páll Ragnar Jóhannesson, fyrrum framkæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums, við sem framkvæmdastjóri félagsins í maí og Rene Ruckert, fyrrum yfirmaður augndeildar hjá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Bayer, tók við sem forstöðumaður vöruþróunar í ágúst.Ásamt þessu var vísindaráð félagsins sett formlega á stofn, en í því situr hópur leiðandi vísindamanna á sviði augnlækninga og lyfjaþróunar. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis ehf. hefur þróað byltingarkennda tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma. Tæknin, sem er varin einkaleyfi, lýtur að því að nota augndropa í stað augnástungu til að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans. Þá leysir tæknin einnig tvö stærstu vandamál hefðbundinna augndropa, en með tækninni má margfalda leysanleika lyfja og ná fram langverkandi áhrifum. Leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar er hafin. Guðrún M. Ásgrímsdóttir, rannsóknarstjóri hjá Oculis, segir að tæknin eigi rætur að rekja til lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, en hugvitið er prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. „Tæknin skapar verulega möguleika til lyfjaþróunar, sérstaklega fyrir sjúkdóma í afturhluta augans en einnig fyrir ýmsa algenga og erfiða sjúkdóma í framhluta augans,“ segir Guðrún. Fyrirtækið Oculis var stofnað um þessa tækni árið 2003. Grunnrannsóknir og dýratilraunir hafa að stærstum hluta farið farið fram í Reykjavík. Klínískar rannsóknir [rannsóknir í mönnum] hafa að mestu farið fram erlendis, m.a. í Japan, Ísrael og Danmörku. Fyrir það lyf sem lengst er komið í þróun hjá Oculis, DexNP, hafa rannsóknir sýnt fram á að bæta megi sjón og minnka bjúg í sjónhimnu augans með augndropunum einum saman. „Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á tveimur mismunandi sjúkdómum sem í dag eru að stærstum hluta meðhöndlaðir með lyfjum sem sprautað er inn í augað með sprautunál,“ segir Guðrún.Guðrún Marta ÁsgrímsdóttirMegináhersla Oculis er að fá DexNP samþykkt til meðferðar við sjónhimnubjúg í sykursýki. Lyfið er hins vegar líklegt til að þjóna sem meðferð við öðrum sjúkdómum, m.a. sem bólgueyðandi lyf eftir augasteinsskipti, uveitis (sjaldgæfur bólgusjúkdómur) og aldurstengdri hrörnun í augnbotnum. Oculis þróar jafnframt fleiri lyf til hliðar við DexNP til meðferðar á öðrum algengum augnsjúkdómum. Er þar m.a. um að ræða lyf við gláku, þurrum augum og augnsjúkdómi í sykursýki (diabetic retinopathy). Oculis tilkynnti um miðjan desember að í byrjun þessa árs hæfist leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar á DexNP augndropunum. Áætlaðar tekjur af DexNP eru verulegar verði lyfið markaðssett í Evrópu og Bandaríkjunum. Tvö lyf eru í dag ríkjandi á markaði fyrir sjónhimnusjúkdóma en samanlagðar tekjur þeirra nema í dag um sex milljörðum Bandaríkjadala á ári, þrátt fyrir að einungis lítill hluti sjúklinga sé í dag að fá meðferð. „Mikil þörf er fyrir einfaldari meðferðarúrræði við sjónhimnusjúkdómum, en sem dæmi má nefna að áætlað er að aðeins um tvær milljónir þeirra 25 milljóna manna sem þjást af sykursýkistengdum sjónhimnubjúg fái lyf við hæfi, m.a. vegna skorts á aðgengi að sérhæfðum augnlæknum með sprautuaðstöðu,“ segir Guðrún.Oculis í hnotskurnOculis ehf. er fyrirtæki sem vinnur að þróun augnlyfja.Fyrirtækið vinnur með nanóagnir í augndropum sem auka frásog lyfja inn í augað. Þannig má bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum.Hægt er að meðhöndla sjónhimnusjúkdóma með augndropum þannig að sjúklingar þurfa ekki á augnástungum að halda.Þrír reyndir einstaklingar úr lyfjaiðnaði voru kosnir í stjórn félagins í júní síðastliðnum, þeir Dr. Joeseph Markoff, augnlæknir og fyrrum yfirmaður augndeildar Merck, Dr. K. George Mooney, fyrrrum forstöðumaður þróunareiningar Pfizer, og Dr. James D. Pipkin, núverandi forstöðumaður lyfjaþróunar hjá Ligand Pharmaceuticals.Þá tók Páll Ragnar Jóhannesson, fyrrum framkæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums, við sem framkvæmdastjóri félagsins í maí og Rene Ruckert, fyrrum yfirmaður augndeildar hjá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Bayer, tók við sem forstöðumaður vöruþróunar í ágúst.Ásamt þessu var vísindaráð félagsins sett formlega á stofn, en í því situr hópur leiðandi vísindamanna á sviði augnlækninga og lyfjaþróunar.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent