Fótbolti

Hummels gæti farið til Bayern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mats Hummels.
Mats Hummels. vísir/getty
Það er mikið slúðrað um framtíð varnarmannsins Mats Hummels þessa dagana.

Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Dortmund og ef hann framlengir ekki þann samning er líklegt að Dortmund selji til þess að fá eitthvað fyrir hann.

Fjölmörg félög hafa áhuga á þýska landsliðsmanninum og eitt þeirra er Bayern München. Hummels var hjá liðinu áður en hann fór til Dortmund en náði aðeins að spila einn leik með aðalliði félagsins.

„Þetta er erfið ákvörðun fyrir Mats. Dortmund er aftur komið í hóp bestu félaga Evrópu þannig að þetta er erfitt fyrir hann,“ sagði faðir hans, Hermann Hummels.

„Ef hann fer frá Dortmund þá fer hann í eitt af sex bestu liðum Evrópu. Bayern er í þeim hópi.“

Bayern hefur áður „stolið“ Mario Götze og Robert Lewandowski frá Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×