Enski boltinn

Messan: Chelsea vill ekki láta Ranieri fagna titli á þeirra heimavelli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Leicester, var til umræðu í Messunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Refirnir eru í kjörstöðu í deildinni þegar sex umferðir eru eftir.

Eftir fjórða 1-0 sigurinn í röð um síðustu helgi, nú gegn Southampton, er Leicester með sjö stiga forskot í deildinni en á nokkuð erfiða leiki eftir.

Leicester á eftir að heimsækja Sunderland áður en það tekur svo á móti West Ham og Swansea. Síðsutu þrír leikirnir eru svo mjög erfiðir á móti Manchester United, Everton og Chelsea.

Hjörvar Hafliðason, Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu Leicester ítarlega en menn voru á því að liðið verður að safna nóg af stigum í næstu þremur leikjum til að klára dæmið.

Einnig ræddu menn skemmtilegan samanburð á Schmeichel-feðgunum og fleira en alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×