Enski boltinn

Á að stækka fótboltamörkin? | Þorvaldur segir nei

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Messunnar á Stöð 2 Sport, varpaði áhugaverðri spurningu á Arnar Gunnlaugsson og Þorvald Örlygsson sem voru sérfræðingar þáttarins í gærkvöldi.

„Ég tók eftir því í Evrópuboltanum um helgina að boltinn fer oftar í slána og hér er ég með pínu óvænta spurningu á ykkur strákar,“ sagði Hjörvar.

„Ég fór að velta því fyrir mér því fótbolti er 100 ára gamall leikur og við höfum spilað með þessa stærð á mörkum alla tíð. Maðurinn er stærri í dag en hann var fyrir 100 árum síðan.“

„Ef ég kæmi með hugmynd um að hækka mörkin um tíu sentimetra og víkka þau um 20 sentimetra væri þú, Toddi, hlynntur því að stækka mörkin?“

Þorvaldur Örlygsson var ekki lengi að svara: „Nei, ég myndi ekki vilja það,“ sagði hann en Arnar var ekki jafnviss. „Þú ert að koma mér svolítið á óvart þarna því ég átti ekki von á svona flottri spurningu frá þér, en það er eitthvað þarna,“ sagði Arnar.

Þorvaldur stóð fastur á sínu: „Nei, ég er ekki að kaupa neitt af þessu. Ég sé engan tilgang með þessu,“ sagði Þorvaldur Örlygsson.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×