Liverpool endar í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið eftir 1-1 jafntefli við WBA í lokaumferð úrvalsdeildarinnar.
Salamon Rondon kom WBA yfir á þrettándu mínútu, en Jordon Ibe jafnaði á 23. mínútu. Lokatölur 1-1.
Liverpool endar í áttunda sætinu með 60 stig, en WBA endar í fjórtánda sætinu með 43 stig.
Rauðklædda bítlaborgarliðið spilar svo gegn Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á fimmtudag og því voru lykilmenn hvíldir í dag.
Rauði herinn endaði tímabilið á jafntefli og niðurstaðan áttunda sæti

Mest lesið

Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji?
Enski boltinn

Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn

KR sækir ungan bakvörð út á landi
Körfubolti

ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal
Íslenski boltinn

„Sýna að maður eigi það skilið“
Körfubolti





Segir að þeim besta í heimi sé skítsama
Körfubolti