Veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira