Veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira