Sport

GSP ætlar að snúa aftur í UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
St-Pierre ásamt Helwani.
St-Pierre ásamt Helwani. vísir/getty
Besti veltivigtarkappi sögunnar í UFC, Georges St-Pierre, er loksins til í að snúa aftur.

St-Pierre tilkynnti fjölmiðlamanninum Ariel Helwani um ákvörðun sína í þætti Helwani, The MMA Hour. Það eru þrjú ár síðan hann hætti.

„Ég er tilbúinn og hlakka mikið til,“ sagði hinn 35 ára gamli St-Pierre við Helwani en umboðsmenn hans eru nú að semja við UFC.

„Ég elska þessa íþrótt og mér líður eins og ég sé á hátindinum núna. Tíminn líður og ég verð ekkert yngri. Ef ég á að fá annað tækifæri þá verð ég að fara af stað núna.“

St-Pierre hafði yfirburði í veltivigtinni frá 2007 til 2013 og var einn vinsælasti bardagamaðurinn í UFC. Endurkoma hans eru risatíðindi.

Hann varði titil sinní veltivigtinni alls níu sinnum sem er met í þyngdarflokknum.

Gunnar Nelson er í sama þyngdarflokki og St-Pierre. Veltivigtarflokkurinn er gríðarlega öflugur og ekki versnar hann við þetta ákveði GSP á annað borð að fara aftur í veltivigtina sem er ekki víst.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×