Það er ekki bara aðallið Man. Utd sem er í vandræðum þessa dagana því U-18 ára lið United er í tómu tjóni.
Það tapaði síðast gegn Man. City, 2-0, er nú búið að tapa einum ellefu leikjum í röð. Unglingastarfið hjá United er augljóslega ekki það sama og það var áður.
Unglingakademía Man. Utd var eitt sinn stolt félagsins en er það ekki lengur.
Það fer líka í taugarnar á stuðningsmönnum félagsins að unglingastarf Man. City er á sama tíma orðið mun öflugra. Það er ekki bara U-18 ára liðið sem tapar gegn City því U-14 ára lið United steinlá, 9-0, gegn City fyrr í vetur.
Það er aðeins U-21 árs liðið sem stendur sína plikt og hefur unnið deildina tvisvar á síðustu þrem árum.
