Stoppa þarf í 66 milljarða gat Svavar Hávarðsson skrifar 1. nóvember 2016 07:00 106.861 einstaklingur leitaði til LSH árið 2015 – margir komu hins vegar oft. vísir/vilhelm Það er niðurstaða framkvæmdastjórnar Landspítalans að viðbótarfjárþörf spítalans miðað við síðustu fjárlög og fimm ára fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar séu rúmlega 66 milljarðar króna. Strax á næsta ári þarf spítalinn 11,7 milljarða króna umfram það sem honum er ætlað samkvæmt fjármálaáætluninni. Þetta sýnir samantekt Landspítalans sem var kynnt oddvitum þeirra framboða sem náðu kjöri í alþingiskosningum á laugardaginn.Páll Matthíasson, forstjóri LSHLandspítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016 rúmlega 51 milljarð króna, en sértekjur spítalans til viðbótar eru vel rúmlega fjórir milljarðar króna. Því er viðbótarfjárþörf spítalans á næstu fimm árum svipuð upphæð og allt rekstrarfé hans á heilu ári og ellefu milljörðum betur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það komi skýrt fram í nýrri greiningu McKinsey & Company, sem stjórnvöld stóðu að, að spítalinn hafi lyft grettistaki síðustu ár með því að mæta aukinni eftirspurn án samsvarandi hækkun á rekstrarfé. „Það er löngu mál að linni enda eru allar fjárhagslegar forsendur hins opinbera til staðar til að aðlaga fjárframlög til þjóðarsjúkrahússins og gera okkur kleift að sinna okkar lögbundnu skyldum með viðunandi hætti,“ segir Páll og bætir við að greining á þörf spítalans nái einfaldlega til þess sem þarf að gera svo hægt sé að sinna nauðsynlegustu verkefnum og spítalinn verði áfram í fremstu röð. Ekkert umfram það. Páll bætir því við að þolmörkum spítalans hafi verið náð fyrir mörgum árum, og útilokað sé að herða ólina frekar. Heildarframlög til heilbrigðismála á Íslandi árið 2014 námu 8,8% af vergri landsframleiðslu sem er nálægt meðaltali OECD en lægra en annars staðar á Norðurlöndunum, að Finnlandi undanskildu.Greining Landspítalans nær til tæplega 20 liða. Sá sem vegur þyngst á tímabilinu lýtur einfaldlega að því að mæta aukinni eftirspurn vegna mannfjöldaþróunar hér á landi og vegna álags sem hlýst af sífellt fleiri ferðamönnum sem hingað sækja. Á næstu fimm árum mun það kosta tæplega nítján milljarða, en komum á Landspítalann fjölgar að meðaltali um 1,7 prósent á ári vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar. Til að vinna niður biðlista þarf 3,2 milljarða á næstu fimm árum og lágmarksþörf vegna viðhalds á eldri húsum spítalans krefst 5,6 milljarða aukaframlags. Tækjakaup útheimta aðra 2,5 milljarða þrátt fyrir átak í tækjakaupum síðastliðin ár, sem hefur gjörbreytt stöðu spítalans í þessu tilliti. Eins vantar að fjármagna launahækkun lækna vegna kjarasamninga upp á 400 milljónir á ári og rekstur jáeindaskannans sem verið er að setja upp þessa dagana – en rekstur hans útheimtir 300 milljónir á ári. Taka skal fram að inni í þessum tölum eru tæki og búnaður vegna nýja Landspítalans og breytingar á eldra húsnæði vegna hans, en þessi kostnaður fellur ekki til fyrr en árin 2020 og 2021 – samtals rúmir tólf milljarðar. Árið 2015 ákvað fráfarandi ríkisstjórn að láta vinna greiningu á rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans. McKinsey & Company vann úttektina í nánu samstarfi við fulltrúa frá velferðarráðuneytinu, Embætti landlæknis og Landspítalanum. Þar kemur meðal annars fram að eftir hrunið árið 2008 hafi heilbrigðisútgjöld hins opinbera verið lækkuð úr 153 milljörðum króna árið 2008 í 134 milljarða árið 2012 (miðað við fast verðlag 2014) til að bregðast við versnandi stöðu ríkisfjármála. Á síðustu árum hafa opinber fjárframlög til heilbrigðismála aukist á ný, eða úr 134 milljörðum króna árið 2012 í 143 milljarða árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar gagnrýna McKinsey skýrsluna Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir áhyggjum af litlu vægi hjúkrunar í ráðleggingum til úrbóta í heilbrigðiskerfinu í nýútkominni skýrslu sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu McKinsey fyrir velferðarráðuneytið. 26. september 2016 17:36 Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið Kári Stefánsson spurði frambjóðendur hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn, í kappræðunum á RÚV í kvöld. 22. september 2016 23:12 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Það er niðurstaða framkvæmdastjórnar Landspítalans að viðbótarfjárþörf spítalans miðað við síðustu fjárlög og fimm ára fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar séu rúmlega 66 milljarðar króna. Strax á næsta ári þarf spítalinn 11,7 milljarða króna umfram það sem honum er ætlað samkvæmt fjármálaáætluninni. Þetta sýnir samantekt Landspítalans sem var kynnt oddvitum þeirra framboða sem náðu kjöri í alþingiskosningum á laugardaginn.Páll Matthíasson, forstjóri LSHLandspítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016 rúmlega 51 milljarð króna, en sértekjur spítalans til viðbótar eru vel rúmlega fjórir milljarðar króna. Því er viðbótarfjárþörf spítalans á næstu fimm árum svipuð upphæð og allt rekstrarfé hans á heilu ári og ellefu milljörðum betur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það komi skýrt fram í nýrri greiningu McKinsey & Company, sem stjórnvöld stóðu að, að spítalinn hafi lyft grettistaki síðustu ár með því að mæta aukinni eftirspurn án samsvarandi hækkun á rekstrarfé. „Það er löngu mál að linni enda eru allar fjárhagslegar forsendur hins opinbera til staðar til að aðlaga fjárframlög til þjóðarsjúkrahússins og gera okkur kleift að sinna okkar lögbundnu skyldum með viðunandi hætti,“ segir Páll og bætir við að greining á þörf spítalans nái einfaldlega til þess sem þarf að gera svo hægt sé að sinna nauðsynlegustu verkefnum og spítalinn verði áfram í fremstu röð. Ekkert umfram það. Páll bætir því við að þolmörkum spítalans hafi verið náð fyrir mörgum árum, og útilokað sé að herða ólina frekar. Heildarframlög til heilbrigðismála á Íslandi árið 2014 námu 8,8% af vergri landsframleiðslu sem er nálægt meðaltali OECD en lægra en annars staðar á Norðurlöndunum, að Finnlandi undanskildu.Greining Landspítalans nær til tæplega 20 liða. Sá sem vegur þyngst á tímabilinu lýtur einfaldlega að því að mæta aukinni eftirspurn vegna mannfjöldaþróunar hér á landi og vegna álags sem hlýst af sífellt fleiri ferðamönnum sem hingað sækja. Á næstu fimm árum mun það kosta tæplega nítján milljarða, en komum á Landspítalann fjölgar að meðaltali um 1,7 prósent á ári vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar. Til að vinna niður biðlista þarf 3,2 milljarða á næstu fimm árum og lágmarksþörf vegna viðhalds á eldri húsum spítalans krefst 5,6 milljarða aukaframlags. Tækjakaup útheimta aðra 2,5 milljarða þrátt fyrir átak í tækjakaupum síðastliðin ár, sem hefur gjörbreytt stöðu spítalans í þessu tilliti. Eins vantar að fjármagna launahækkun lækna vegna kjarasamninga upp á 400 milljónir á ári og rekstur jáeindaskannans sem verið er að setja upp þessa dagana – en rekstur hans útheimtir 300 milljónir á ári. Taka skal fram að inni í þessum tölum eru tæki og búnaður vegna nýja Landspítalans og breytingar á eldra húsnæði vegna hans, en þessi kostnaður fellur ekki til fyrr en árin 2020 og 2021 – samtals rúmir tólf milljarðar. Árið 2015 ákvað fráfarandi ríkisstjórn að láta vinna greiningu á rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans. McKinsey & Company vann úttektina í nánu samstarfi við fulltrúa frá velferðarráðuneytinu, Embætti landlæknis og Landspítalanum. Þar kemur meðal annars fram að eftir hrunið árið 2008 hafi heilbrigðisútgjöld hins opinbera verið lækkuð úr 153 milljörðum króna árið 2008 í 134 milljarða árið 2012 (miðað við fast verðlag 2014) til að bregðast við versnandi stöðu ríkisfjármála. Á síðustu árum hafa opinber fjárframlög til heilbrigðismála aukist á ný, eða úr 134 milljörðum króna árið 2012 í 143 milljarða árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar gagnrýna McKinsey skýrsluna Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir áhyggjum af litlu vægi hjúkrunar í ráðleggingum til úrbóta í heilbrigðiskerfinu í nýútkominni skýrslu sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu McKinsey fyrir velferðarráðuneytið. 26. september 2016 17:36 Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið Kári Stefánsson spurði frambjóðendur hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn, í kappræðunum á RÚV í kvöld. 22. september 2016 23:12 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar gagnrýna McKinsey skýrsluna Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir áhyggjum af litlu vægi hjúkrunar í ráðleggingum til úrbóta í heilbrigðiskerfinu í nýútkominni skýrslu sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu McKinsey fyrir velferðarráðuneytið. 26. september 2016 17:36
Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið Kári Stefánsson spurði frambjóðendur hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn, í kappræðunum á RÚV í kvöld. 22. september 2016 23:12