Frans Páfi: „Konur munu aldrei verða kaþólskir prestar“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 23:34 Frans páfi setti á fót nefnd til þess að rannsaka hlutverk kvenkyns djákna í árkristni. vísir/getty Frans páfi hefur fullyrt að hann telji að bann rómversk-kaþólsku kirkjunnar við kvenkyns prestum ætti að standa um ókomna tíð. Samkvæmt frétt The Huffington Post er þetta í fyrsta skipti sem páfinn tjáir sig um málið með svo afdráttarlausum hætti. Frans páfi lét ummælin falla um borð í flugvél en hann var á leið heim til Vatíkansins frá Svíþjóð, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Jóhannes Páll II páfi lagði blátt bann við kvenprestum innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar árið 1994. Þegar sænsk blaðakona spurði Frans um það hvort því yrði hnikað var svar hans á þá leið að slíkt myndi aldrei koma til greina.Sjá einnig: Páfinn tekur þátt í guðsþjónustu í dómkirkjunni í Lundi Kaþólsk nunna við bænir.mynd/gettyFrans skipaði nefnd til þess að rannsaka hlutverk kvennaSamkvæmt rómversk-kaþólsku kirkjunni er ástæðan fyrir því að konur geti ekki gegnt embætti prests sú að Jesús kaus sér aðeins karlkyns lærisveina. Konum sem reyna að fá vígslu til prests getur verið úthýst úr kirkjunni og embættismenn innan kirkjunnar, sem gerast uppvísir um að vígja konur til prests, geta búist við sömu refsingu. Þrátt fyrir ummæli Frans í dag hefur hann átt þátt í að efla hlutverk kvenna innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Nú í sumar setti hann á fót nefnd fræðimanna sem ætlað er að rannsaka hlutverk kvenkyns djákna í árkristni, en í dag er konum ekki heimilt að gegna embætti djákna. Vakti þetta átak páfans von í brjóstum kvenna innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar um að viðhorf kirkjunnar til kvenna í djákna- eða prestsembætti væri tekið að mildast. Svo virðist þó ekki vera, ef marka má orð páfans. Tengdar fréttir Páfi sakar mannkynið um að gera jörðina að mengaðri auðn sem er full af rusli og ógeði Frans Páfi segir að grípa við til tafarlausra aðgerða til þess að stöðva loftlagsbreytingar. 1. september 2016 16:22 Páfinn tekur þátt í guðsþjónustu í dómkirkjunni í Lundi Sænskt konungsfólk, stjórnmálamenn og fleiri eru nú saman komnir í 900 ára gamalli dómkirkjunni í Lundi. 31. október 2016 14:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Frans páfi hefur fullyrt að hann telji að bann rómversk-kaþólsku kirkjunnar við kvenkyns prestum ætti að standa um ókomna tíð. Samkvæmt frétt The Huffington Post er þetta í fyrsta skipti sem páfinn tjáir sig um málið með svo afdráttarlausum hætti. Frans páfi lét ummælin falla um borð í flugvél en hann var á leið heim til Vatíkansins frá Svíþjóð, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Jóhannes Páll II páfi lagði blátt bann við kvenprestum innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar árið 1994. Þegar sænsk blaðakona spurði Frans um það hvort því yrði hnikað var svar hans á þá leið að slíkt myndi aldrei koma til greina.Sjá einnig: Páfinn tekur þátt í guðsþjónustu í dómkirkjunni í Lundi Kaþólsk nunna við bænir.mynd/gettyFrans skipaði nefnd til þess að rannsaka hlutverk kvennaSamkvæmt rómversk-kaþólsku kirkjunni er ástæðan fyrir því að konur geti ekki gegnt embætti prests sú að Jesús kaus sér aðeins karlkyns lærisveina. Konum sem reyna að fá vígslu til prests getur verið úthýst úr kirkjunni og embættismenn innan kirkjunnar, sem gerast uppvísir um að vígja konur til prests, geta búist við sömu refsingu. Þrátt fyrir ummæli Frans í dag hefur hann átt þátt í að efla hlutverk kvenna innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Nú í sumar setti hann á fót nefnd fræðimanna sem ætlað er að rannsaka hlutverk kvenkyns djákna í árkristni, en í dag er konum ekki heimilt að gegna embætti djákna. Vakti þetta átak páfans von í brjóstum kvenna innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar um að viðhorf kirkjunnar til kvenna í djákna- eða prestsembætti væri tekið að mildast. Svo virðist þó ekki vera, ef marka má orð páfans.
Tengdar fréttir Páfi sakar mannkynið um að gera jörðina að mengaðri auðn sem er full af rusli og ógeði Frans Páfi segir að grípa við til tafarlausra aðgerða til þess að stöðva loftlagsbreytingar. 1. september 2016 16:22 Páfinn tekur þátt í guðsþjónustu í dómkirkjunni í Lundi Sænskt konungsfólk, stjórnmálamenn og fleiri eru nú saman komnir í 900 ára gamalli dómkirkjunni í Lundi. 31. október 2016 14:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Páfi sakar mannkynið um að gera jörðina að mengaðri auðn sem er full af rusli og ógeði Frans Páfi segir að grípa við til tafarlausra aðgerða til þess að stöðva loftlagsbreytingar. 1. september 2016 16:22
Páfinn tekur þátt í guðsþjónustu í dómkirkjunni í Lundi Sænskt konungsfólk, stjórnmálamenn og fleiri eru nú saman komnir í 900 ára gamalli dómkirkjunni í Lundi. 31. október 2016 14:00