Gærdagurinn var heldur betur líflegur í NFL-deildinni en eftir stendur að ekkert lið er nú ósigrað í deildinni.
Minnesota Vikings var eina taplausa liðið fyrir helgina en liðið fékk á baukinn gegn Philadelphia Eagles.
Sá fáheyrði atburður átti sér einnig stað að það varð jafntefli í deildinni. Það kom í leik Arizona og Seattle í nótt. Það var ekki bara að liðin gerðu jafntefli heldur gerðu liðin 6-6 jafntefli sem er ævintýralega lélegt.
Sparkarar beggja liða klikkuðu í framlengingunni. Þetta er lægsta stigaskor í framlengdum leik í sögu NFL-deildarinnar. Þetta er líka næstlélegasta stigaskor frá upphafi í sunnudagskvöldleiknum.
New England heldur áfram að gera það gott og vann sannfærandi í Pittsburgh. Það munaði þó um það hjá Steelers að leikstjórnandinn Ben Roethlisberger gat ekki leikið vegna meiðsla.
Atlanta tapaði í jöfnum leik aðra vikuna í röð og að þessu sinni kastaði liðið nánast frá sér sigri gegn San Diego í frábærum leik.
Úrslit:
LA Rams-NY Giants 10-17
Cincinnati-Cleveland 31-17
Detroit-Washington 20-17
Jacksonville-Oakland 16-33
Kansas City-New Orleans 27-21
Miami-Buffalo 28-25
NY Jets-Baltimore 24-16
Philadelphia-Minnesota 21-10
Tennessee-Indianapolis 26-34
Atlanta-San Diego 30-33
San Francisco-Tampa Bay 17-34
Pittsburgh-New England 16-27
Arizona-Seattle 6-6
Í nótt:
Denver - Houston
Staðan í NFL-deildinni.
Öll lið búin að tapa og sögulegt jafntefli
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti




„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn