Verri byrjun hjá Mourinho en hjá bæði Moyes og Van Gaal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 13:45 Jose Mourinho á Stamford Bridge. Vísir/Getty Jose Mourinho átti að koma Manchester United til bjargar eftir frekar mögur ár undir stjórn David Moyes og Louis van Gaal en eftir stóran skell á Brúnni í gær þá eru örugglega einhverjir stuðningsmenn United farnir að efast. Mourinho hefur verið þekktur fyrir að byrja vel með sín lið þegar hann tekur við en byrjunin með Manchester United á þessu tímabili er hinsvegar engin óskabyrjun. Manchester United liðið steinlá 4-0 á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær og er „bara“ í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir. Liðið hefur aðeins náð í fjórtán stig í þessum níu leikjum og Manchester United hefur aðeins einu sinni áður verið með færri stig á sama tíma í sögu úrvalsdeildarinnar. Það var 2014-15 þegar liðið náði aðeins í 13 stig í 9 fyrstu leikjunum undir stjórn Louis van Gaal. David Moyes og Louis van Gaal voru báðir gagnrýndir fyrir störf sín sem knattspyrnustjórar en tölfræðingar eins og Spánverjinn Alexis Martín-Tamayo hafa bent á það að þeir Moyes og Van Gaal byrjuðu betur á Old Trafford en Mourinho. Tapleikurinn á móti Chelsea var fjórtándi keppnisleikur United-liðsins undir stjórn Jose Mourinho. Manchester United hefur unnið 8, gert 2 jafntefli og tapað 4. Undir stjórn Louis van Gaal var Manchester United með 10 sigra, 1 jafntefli og 3 töp í fyrstu fjórtán leikjum sínum og undir stjórn David Moyes var United-liðið með 8 sigra, 3 jafntefli og 3 töp í fyrstu fjórtán leikjunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Orð mín voru ætluð Conte en ekki ykkur Stærsta tap Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni kom á hans gamla heimavelli í dag. Þá valtaði Chelsea yfir lærisveina Mourinho í Man. Utd, 4-0. Hann hefur aðeins einu sinni tapað stærra á ferlinum en það var 5-0 tap gegn Barcelona árið 2010. 23. október 2016 17:19 Neville segir alltof snemmt að afskrifa Man. Utd í titilbaráttunni Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnuspekingur í þættinum "Match of the Day 2“ á BBC, er ekki búinn að missa trúna á sínu gamla liði í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. 24. október 2016 12:00 Eiður: „Jose kann ennþá að ná því besta út úr Chelsea“ Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, virðist hafa gaman af leiknum sem stendur nú yfir á Stamford Bridge. 23. október 2016 16:49 Ensku blöðin búin að finna nýtt viðurnefni á Mourinho | Myndir Jose Mourinho átti í gær einn sinn versta dag á ferli sínum sem knattspyrnustjóri þegar lið hans Manchester United var tekið í bakaríið af hans gömlu lærisveinum í Chelsea. 24. október 2016 08:00 Chelsea niðurlægði Manchester United | Sjáðu mörkin Chelsea gjörsamlega valtaði yfir Manchester United, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. 23. október 2016 16:45 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira
Jose Mourinho átti að koma Manchester United til bjargar eftir frekar mögur ár undir stjórn David Moyes og Louis van Gaal en eftir stóran skell á Brúnni í gær þá eru örugglega einhverjir stuðningsmenn United farnir að efast. Mourinho hefur verið þekktur fyrir að byrja vel með sín lið þegar hann tekur við en byrjunin með Manchester United á þessu tímabili er hinsvegar engin óskabyrjun. Manchester United liðið steinlá 4-0 á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær og er „bara“ í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir. Liðið hefur aðeins náð í fjórtán stig í þessum níu leikjum og Manchester United hefur aðeins einu sinni áður verið með færri stig á sama tíma í sögu úrvalsdeildarinnar. Það var 2014-15 þegar liðið náði aðeins í 13 stig í 9 fyrstu leikjunum undir stjórn Louis van Gaal. David Moyes og Louis van Gaal voru báðir gagnrýndir fyrir störf sín sem knattspyrnustjórar en tölfræðingar eins og Spánverjinn Alexis Martín-Tamayo hafa bent á það að þeir Moyes og Van Gaal byrjuðu betur á Old Trafford en Mourinho. Tapleikurinn á móti Chelsea var fjórtándi keppnisleikur United-liðsins undir stjórn Jose Mourinho. Manchester United hefur unnið 8, gert 2 jafntefli og tapað 4. Undir stjórn Louis van Gaal var Manchester United með 10 sigra, 1 jafntefli og 3 töp í fyrstu fjórtán leikjum sínum og undir stjórn David Moyes var United-liðið með 8 sigra, 3 jafntefli og 3 töp í fyrstu fjórtán leikjunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Orð mín voru ætluð Conte en ekki ykkur Stærsta tap Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni kom á hans gamla heimavelli í dag. Þá valtaði Chelsea yfir lærisveina Mourinho í Man. Utd, 4-0. Hann hefur aðeins einu sinni tapað stærra á ferlinum en það var 5-0 tap gegn Barcelona árið 2010. 23. október 2016 17:19 Neville segir alltof snemmt að afskrifa Man. Utd í titilbaráttunni Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnuspekingur í þættinum "Match of the Day 2“ á BBC, er ekki búinn að missa trúna á sínu gamla liði í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. 24. október 2016 12:00 Eiður: „Jose kann ennþá að ná því besta út úr Chelsea“ Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, virðist hafa gaman af leiknum sem stendur nú yfir á Stamford Bridge. 23. október 2016 16:49 Ensku blöðin búin að finna nýtt viðurnefni á Mourinho | Myndir Jose Mourinho átti í gær einn sinn versta dag á ferli sínum sem knattspyrnustjóri þegar lið hans Manchester United var tekið í bakaríið af hans gömlu lærisveinum í Chelsea. 24. október 2016 08:00 Chelsea niðurlægði Manchester United | Sjáðu mörkin Chelsea gjörsamlega valtaði yfir Manchester United, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. 23. október 2016 16:45 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira
Mourinho: Orð mín voru ætluð Conte en ekki ykkur Stærsta tap Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni kom á hans gamla heimavelli í dag. Þá valtaði Chelsea yfir lærisveina Mourinho í Man. Utd, 4-0. Hann hefur aðeins einu sinni tapað stærra á ferlinum en það var 5-0 tap gegn Barcelona árið 2010. 23. október 2016 17:19
Neville segir alltof snemmt að afskrifa Man. Utd í titilbaráttunni Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnuspekingur í þættinum "Match of the Day 2“ á BBC, er ekki búinn að missa trúna á sínu gamla liði í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. 24. október 2016 12:00
Eiður: „Jose kann ennþá að ná því besta út úr Chelsea“ Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, virðist hafa gaman af leiknum sem stendur nú yfir á Stamford Bridge. 23. október 2016 16:49
Ensku blöðin búin að finna nýtt viðurnefni á Mourinho | Myndir Jose Mourinho átti í gær einn sinn versta dag á ferli sínum sem knattspyrnustjóri þegar lið hans Manchester United var tekið í bakaríið af hans gömlu lærisveinum í Chelsea. 24. október 2016 08:00
Chelsea niðurlægði Manchester United | Sjáðu mörkin Chelsea gjörsamlega valtaði yfir Manchester United, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. 23. október 2016 16:45