Nú greina fjölmiðlar frá því að enska liðið West Ham United gæti hugsanlega boðið í Ítalann Mario Balotelli í þessum mánuði.
Balotelli er í eigu Liverpool og gekk hann til liðsins árið 2014 frá AC Milan. Í dag er leikmaðurinn á láni hjá AC Milan en hefur ekki náð sér almennilega á strik hjá félaginu.
Samkvæmt ítalska miðlinum Brentwood Gazette mun West Ham bjóða tíu milljónir punda í Balotelli en leikmaðurinn hefur í gegnum tíðina verið mjög skrautlegur, innan vallar og sérstaklega utanvallar.
Slaven Bilic, stjóri West Ham, þarf að leysa mikil meiðslavandræði sem herja á liðið um þessar mundir og gæti Balotelli verið partur af því. Mögulega verður Nikica Jelavic seldur frá liðinu og þá til kínverska liðsins Guangzhou Evergrande.

