Innlent

Árásarmaðurinn í Kópavogi enn ófundinn: Unnið eftir þeim ábendingum sem berast

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins.
Árásin átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. vísir/gva
Lögreglan hefur fengið talsvert af ábendingum í tengslum við hnífaárásina í Greiningarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi í fyrradag. Árásarmaðurinn er þó enn ófundinn en fyrst og fremst er unnið eftir þeim vísbendingum sem borist hafa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Grímur segist aðspurður ekki gera ráð fyrir að lýst verði eftir manninum strax, fyrst verði farið eftir vísbendingunum. Rannsókn málsins sé í fullum gangi.

Maðurinn stakk konu sem starfar hjá Greiningarstöðinni í handlegginn, en ekki er vitað hvað honum gekk til. Engar öryggismyndavélar eru í húsnæðinu og andlit mannsins hulið og heufr því reynst erfitt að hafa uppi á honum.

Einn var handtekinn í tengslum við málið á mánudag en honum var sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum.


Tengdar fréttir

Hnífstunga í Kópavogi

Lögreglan rannsakar nú hnífstunguárás sem átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×