Innlent

Hnífstunga í Kópavogi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins.
Árásin átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. vísir/gva

Lögreglan hefur handtekið einn í tengslum við hnífstunguárás sem átti sér stað á Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi á níunda tímanum í morgun. Kona var stungin en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hún slasaðist.

Sérsveit lögreglu var kölluð út vegna málsins en hin slasaða mun hafa verið starfsmaður á stöðinni. Hún hefur verið flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Sérsveitarmenn hafa yfirgefið svæðið en tækni- og rannsóknardeild lögreglu er enn á vettvangi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort meintur árásarmaður sé skjólstöðingur á stöðinni.

Greiningarstöðinni hefur verið lokað, og verður lokuð í dag.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11.20.

Frá vettvangi um kl 10 í morgun. vísir/gva


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.