Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2016 18:39 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
„Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira