Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 10:44 PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti Vísir/Vilhelm Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Frammistaða íslenskra nemenda versnar frá síðustu könnum sem náði til ársins 2012 og líkt og sjá má á gagnvirku korti hér er Ísland á niðurleið í öllum flokkum. Sé miðað við könnunina frá árinu 2006 hefur frammistöðu íslenskra nemenda hrakað. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Helstu niðurstöður má sjá neðst í fréttinni. Staðan aldrei verri Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA og er hún áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin batnað en í Finnlandi versnar staðan mikið ár frá ári. Finnar er þó enn með mun betri útkomu en aðrar þjóðir. Singapúr er efst í öllum flokkum en Finnar og Danir eru efst Norðurlanda í stærðfræðilæsi, Finnar leiða einnig í lesskilningi og vísindalæsi. Sjá má niðurstöður PISA-könnunarinnar hér auk þess sem að skoða má töflur yfir frammistöðu ríkja á vef The Guardian. PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Frammistaða íslenskra nemenda versnar frá síðustu könnum sem náði til ársins 2012 og líkt og sjá má á gagnvirku korti hér er Ísland á niðurleið í öllum flokkum. Sé miðað við könnunina frá árinu 2006 hefur frammistöðu íslenskra nemenda hrakað. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Helstu niðurstöður má sjá neðst í fréttinni. Staðan aldrei verri Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA og er hún áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin batnað en í Finnlandi versnar staðan mikið ár frá ári. Finnar er þó enn með mun betri útkomu en aðrar þjóðir. Singapúr er efst í öllum flokkum en Finnar og Danir eru efst Norðurlanda í stærðfræðilæsi, Finnar leiða einnig í lesskilningi og vísindalæsi. Sjá má niðurstöður PISA-könnunarinnar hér auk þess sem að skoða má töflur yfir frammistöðu ríkja á vef The Guardian.
PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00