Tíska og hönnun

Fjölmargir mættu til að sjá hið gamla lifna við - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn.

Í tilefni afmælisins hefur verið gerð lítil afmælislína þar sem finna má nokkrar flíkur sem ættu að vera landsmönnum vel kunnar. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins.

Á meðal flíka sem má finna í línunni er Kría útivistarjakkinn sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kominn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann að mjög góðan alhliða útivistarjakka í 90‘s sniði.

Í línunni má einnig finna Kríu flíspeysuna og Kraft gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi.

Margt góðra gesta kíkti á kynninguna sem haldin var í verslun 66°Norður á Laugavegi. Logi Petro spilaði tónlist og myndaðist góð stemmning á meðan kynningunni stóð. Hér að ofan má sjá myndir úr teitinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×