Fjölmargir mættu til að sjá hið gamla lifna við - Myndir Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2016 17:00 66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn. Í tilefni afmælisins hefur verið gerð lítil afmælislína þar sem finna má nokkrar flíkur sem ættu að vera landsmönnum vel kunnar. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins. Á meðal flíka sem má finna í línunni er Kría útivistarjakkinn sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kominn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann að mjög góðan alhliða útivistarjakka í 90‘s sniði. Í línunni má einnig finna Kríu flíspeysuna og Kraft gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi. Margt góðra gesta kíkti á kynninguna sem haldin var í verslun 66°Norður á Laugavegi. Logi Petro spilaði tónlist og myndaðist góð stemmning á meðan kynningunni stóð. Hér að ofan má sjá myndir úr teitinu. Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn. Í tilefni afmælisins hefur verið gerð lítil afmælislína þar sem finna má nokkrar flíkur sem ættu að vera landsmönnum vel kunnar. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins. Á meðal flíka sem má finna í línunni er Kría útivistarjakkinn sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kominn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann að mjög góðan alhliða útivistarjakka í 90‘s sniði. Í línunni má einnig finna Kríu flíspeysuna og Kraft gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi. Margt góðra gesta kíkti á kynninguna sem haldin var í verslun 66°Norður á Laugavegi. Logi Petro spilaði tónlist og myndaðist góð stemmning á meðan kynningunni stóð. Hér að ofan má sjá myndir úr teitinu.
Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira