Vilja Hringrás burt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2016 20:31 Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Brunar á athafnasvæðinu hafa verið óvenju tíðir frá árinu 2004 samanborið við sambærileg athafnasvæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning barst til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi um að eldur væri laus á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang þar sem umfang eldsins var óljós. Þykkan svartan reyk lagði upp frá athafnasvæðinu þegar slökkvilið kom á vettvang en það vildi til happs að vindátt var hagstæð þannig að reykinn lagði ekki að íbúðabyggð á Laugarnesi. Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða. En mildi þótti í byrjun júlí árið 2011 að ekki hafi þurft að rýma íbúðabyggð þar á svæðinu þegar eldur var kveiktur í dekkjaúrgangi á athafnasvæðinu þannig að eitraðan reyk lagði af. Þá, eins og í gær var vindátt hagstæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur miklar áhyggjur af því af aðstæður skapast aftur eins og í brununum árin 2004 og 2011 að rými þyrfti íbúðabyggð í Laugarneshverfi. Framkvæmdastjóri Hringrásar hafnaði viðtali í dag en sendi frá sér tilkynningu þar sem hann meðal annars þakkar góður eldvörnum að ekki fór ver í gær. En eftir brunann árið 2004 réðst fyrirtækið í að hólfa svæðið betur niður til þess að auðvelda slökkvistarf og tryggja að eldur myndi ekki breiðast út. Ekki er ljóst hvað olli eldinum í gærkvöldi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög brunans. Slökkviliðsmenn hafa farið það oft á svæðið vegna bruna að þeir þekkja aðstæður vel. Því gekk greiðlega að ráða við eldinn í gær þar sem slökkviliðsmenn vissu hvernig best var að berjast við hann. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi haldið því fram frá 2004 að þessi starfsemi eigi að vera á öðrum stað. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“ Helsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með. Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Brunar á athafnasvæðinu hafa verið óvenju tíðir frá árinu 2004 samanborið við sambærileg athafnasvæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning barst til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi um að eldur væri laus á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang þar sem umfang eldsins var óljós. Þykkan svartan reyk lagði upp frá athafnasvæðinu þegar slökkvilið kom á vettvang en það vildi til happs að vindátt var hagstæð þannig að reykinn lagði ekki að íbúðabyggð á Laugarnesi. Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða. En mildi þótti í byrjun júlí árið 2011 að ekki hafi þurft að rýma íbúðabyggð þar á svæðinu þegar eldur var kveiktur í dekkjaúrgangi á athafnasvæðinu þannig að eitraðan reyk lagði af. Þá, eins og í gær var vindátt hagstæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur miklar áhyggjur af því af aðstæður skapast aftur eins og í brununum árin 2004 og 2011 að rými þyrfti íbúðabyggð í Laugarneshverfi. Framkvæmdastjóri Hringrásar hafnaði viðtali í dag en sendi frá sér tilkynningu þar sem hann meðal annars þakkar góður eldvörnum að ekki fór ver í gær. En eftir brunann árið 2004 réðst fyrirtækið í að hólfa svæðið betur niður til þess að auðvelda slökkvistarf og tryggja að eldur myndi ekki breiðast út. Ekki er ljóst hvað olli eldinum í gærkvöldi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög brunans. Slökkviliðsmenn hafa farið það oft á svæðið vegna bruna að þeir þekkja aðstæður vel. Því gekk greiðlega að ráða við eldinn í gær þar sem slökkviliðsmenn vissu hvernig best var að berjast við hann. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi haldið því fram frá 2004 að þessi starfsemi eigi að vera á öðrum stað. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“ Helsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með.
Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01