Erlent

Sjö manns handteknir vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk

Atli Ísleifsson skrifar
Franski innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve.
Franski innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve. Vísir/AFP
Lögregla í Frakklandi hefur handtekið sjö manns vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverkaárás í landinu. Frá þessu greindi franski innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve í morgun.

Mennirnir voru handteknir í Strasbourg og í Marseille og segir Cazeneuve að skipulagning árásanna hafi verið langt á veg komin.

Neyðarásand ríkir enn í Frakklandi eftir hryðjuverkaárásirnar í landinu fyrir um ári þar sem 130 manns fórust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×