Erlent

Hvunndagshetja slær í gegn í Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Daniel McConnell sló í gegn í sjónvarpsviðtali eftir atvikið.
Daniel McConnell sló í gegn í sjónvarpsviðtali eftir atvikið.
Daniel McConnell í Brisbane í Ástralíu vaknaði við það um klukkan 2 eftir miðnætti að einhver hafði ekið bíl á veitingahús í næsta húsi. Hann hljóp út á nærbuxunum og elti ökumanninn sem reyndi að flýja af vettvangi. McConnell gat svo vísað lögreglunni á ökumanninn sem var ekki með bílpróf.

McConnell hefur þó sérstaklega vakið athygli á heimsvísu eftir óborganleg sjónvarpsviðtöl sem hann veitti eftir atvikið. Þar lýsir hann atvikinu skref fyrir skref en veitingastaðurinn er í eigu móður vinar hans.

Hann er þó ekki á því að hann sé hetja, heldur hafi hann hlaupið út á nærbuxunum fyrir samfélagið.

„Þú lítur eftir félögum þínum og félagar þínir líta eftir þér.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×