Þrjú deila fjórum milljónum fyrir níu tíma fundahöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Kjartan Valgarðsson, formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar, segir ráðið hafa ríka eftirlitsskyldu. Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar hefur fengið nærri 2,1 milljón króna í þóknun á fyrstu tíu mánuðum ársins. Hinir tveir meðlimir ráðsins fengu rúma milljón hvor. Ráðið fundaði samanlagt í níu klukkustundir á þessu tímabili. Óbreyttir meðlimir innkauparáðsins fá 14 prósent af þingfararkaupi fyrir störf sín en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. Miðað við að Reykjavíkurborg ætlar ekki að taka mið af nýjustu hækkun kjararáðs á þingfararkaupi er þessi upphæð nú tæpar 107 þúsund krónur fyrir óbreyttan ráðsmann og tæpar 214 þúsund fyrir formanninn. Kjartan Valgarðsson úr Samfylkingu er formaður innkauparáðsins. Þau Magnea Guðmundsdóttir úr Bjartri framtíð og Börkur Gunnarsson úr Sjálfstæðisflokki eru einnig í ráðinu.Fundir innkauparáðs á árinuAð jafnaði heldur innkauparáðið tvo fundi í mánuði og vara þeir að meðaltali í aðeins 24,5 mínútur. Kjartan Valgarðsson, formaður ráðsins, segir að fyrir utan formlega fundi ráðsins séu hins vegar haldnir vinnufundir, til dæmis varðandi innkaupareglur og þróun mála í þessum efnum í Evrópu. „Þeir eru ekki margir,“ svarar hann reyndar aðspurður hvort slíkir vinnufundir séu reglulega á dagskrá. Innkauparáðið hefur það hlutverk að hafa eftirlit með öllum innkaupum borgarinnar. Kjartan segir ráðið oft senda fyrirspurnir telji það eitthvað athugavert við innkaup. Það hafi haft frumkvæði að reglum um mansal og keðjuábyrgð. „Við köllum eftir yfirliti frá öllum sviðum borgarinnar og reynum að fylgjast með því alveg eins og við getum að það séu málefnalegar ástæður á bak við öll innkaup. Við látum gefa okkur skýrslur um innkaup sem eru yfir milljón en samt undir útboðsmörkum,“ segir Kjartan. Slíkar skýrslur fá meðlimir ráðsins til aflestrar fyrir fundi. „Þá fer vinnan fram í undirbúningnum.“Börkur Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáðiÞá bendir Kjartan á að Reykjavíkurborg hafi mikið innkaupavald sem sé á margra höndum. „Það er ekkert annað batterí hjá borginni sem fylgist með þessu og hefur jafn ríka eftirlitsskyldu og innkauparáðið. Ég tel að ábyrgð ráðsins sé mjög mikil og við erum mjög á tánum gagnvart því sem verið er að gera þarna,“ segir hann. Meðallengd þeirra 22 funda sem innkauparáð hélt formlega á fyrstu tíu mánuðum ársins var 24,5 mínútur sem fyrr segir. Lengsti fundurinn var 51 mínúta en sá stysti aðeins 5 mínútur. Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í innkauparáðiSamtals fundaði ráðið í 8 klukkustundir og 59 mínútur frá því í ársbyrjun til og með október. Spurður hvers vegna fundirnir séu svo stuttir segir Kjartan reglurnar vera fyrirfram mjög fastmótaðar. Stundum fái bjóðendur ekki að vera með af því að þeir standist ekki skoðun á fjárhag. „Þessa vinnu er mikið til búið að vinna áður en þetta kemur inn á fundinn,“ segir Kjartan. Þetta annist embættismenn sem sjái um útboðin. „Oft er það þannig að lægsta tilboði er tekið og sá sem var með tilboðið uppfyllti öll skilyrði borgarinnar,“ segir hann og skýrir þannig hvers vegna fundirnir ganga svo hratt fyrir sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar hefur fengið nærri 2,1 milljón króna í þóknun á fyrstu tíu mánuðum ársins. Hinir tveir meðlimir ráðsins fengu rúma milljón hvor. Ráðið fundaði samanlagt í níu klukkustundir á þessu tímabili. Óbreyttir meðlimir innkauparáðsins fá 14 prósent af þingfararkaupi fyrir störf sín en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. Miðað við að Reykjavíkurborg ætlar ekki að taka mið af nýjustu hækkun kjararáðs á þingfararkaupi er þessi upphæð nú tæpar 107 þúsund krónur fyrir óbreyttan ráðsmann og tæpar 214 þúsund fyrir formanninn. Kjartan Valgarðsson úr Samfylkingu er formaður innkauparáðsins. Þau Magnea Guðmundsdóttir úr Bjartri framtíð og Börkur Gunnarsson úr Sjálfstæðisflokki eru einnig í ráðinu.Fundir innkauparáðs á árinuAð jafnaði heldur innkauparáðið tvo fundi í mánuði og vara þeir að meðaltali í aðeins 24,5 mínútur. Kjartan Valgarðsson, formaður ráðsins, segir að fyrir utan formlega fundi ráðsins séu hins vegar haldnir vinnufundir, til dæmis varðandi innkaupareglur og þróun mála í þessum efnum í Evrópu. „Þeir eru ekki margir,“ svarar hann reyndar aðspurður hvort slíkir vinnufundir séu reglulega á dagskrá. Innkauparáðið hefur það hlutverk að hafa eftirlit með öllum innkaupum borgarinnar. Kjartan segir ráðið oft senda fyrirspurnir telji það eitthvað athugavert við innkaup. Það hafi haft frumkvæði að reglum um mansal og keðjuábyrgð. „Við köllum eftir yfirliti frá öllum sviðum borgarinnar og reynum að fylgjast með því alveg eins og við getum að það séu málefnalegar ástæður á bak við öll innkaup. Við látum gefa okkur skýrslur um innkaup sem eru yfir milljón en samt undir útboðsmörkum,“ segir Kjartan. Slíkar skýrslur fá meðlimir ráðsins til aflestrar fyrir fundi. „Þá fer vinnan fram í undirbúningnum.“Börkur Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáðiÞá bendir Kjartan á að Reykjavíkurborg hafi mikið innkaupavald sem sé á margra höndum. „Það er ekkert annað batterí hjá borginni sem fylgist með þessu og hefur jafn ríka eftirlitsskyldu og innkauparáðið. Ég tel að ábyrgð ráðsins sé mjög mikil og við erum mjög á tánum gagnvart því sem verið er að gera þarna,“ segir hann. Meðallengd þeirra 22 funda sem innkauparáð hélt formlega á fyrstu tíu mánuðum ársins var 24,5 mínútur sem fyrr segir. Lengsti fundurinn var 51 mínúta en sá stysti aðeins 5 mínútur. Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í innkauparáðiSamtals fundaði ráðið í 8 klukkustundir og 59 mínútur frá því í ársbyrjun til og með október. Spurður hvers vegna fundirnir séu svo stuttir segir Kjartan reglurnar vera fyrirfram mjög fastmótaðar. Stundum fái bjóðendur ekki að vera með af því að þeir standist ekki skoðun á fjárhag. „Þessa vinnu er mikið til búið að vinna áður en þetta kemur inn á fundinn,“ segir Kjartan. Þetta annist embættismenn sem sjái um útboðin. „Oft er það þannig að lægsta tilboði er tekið og sá sem var með tilboðið uppfyllti öll skilyrði borgarinnar,“ segir hann og skýrir þannig hvers vegna fundirnir ganga svo hratt fyrir sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira