Þrjú deila fjórum milljónum fyrir níu tíma fundahöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Kjartan Valgarðsson, formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar, segir ráðið hafa ríka eftirlitsskyldu. Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar hefur fengið nærri 2,1 milljón króna í þóknun á fyrstu tíu mánuðum ársins. Hinir tveir meðlimir ráðsins fengu rúma milljón hvor. Ráðið fundaði samanlagt í níu klukkustundir á þessu tímabili. Óbreyttir meðlimir innkauparáðsins fá 14 prósent af þingfararkaupi fyrir störf sín en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. Miðað við að Reykjavíkurborg ætlar ekki að taka mið af nýjustu hækkun kjararáðs á þingfararkaupi er þessi upphæð nú tæpar 107 þúsund krónur fyrir óbreyttan ráðsmann og tæpar 214 þúsund fyrir formanninn. Kjartan Valgarðsson úr Samfylkingu er formaður innkauparáðsins. Þau Magnea Guðmundsdóttir úr Bjartri framtíð og Börkur Gunnarsson úr Sjálfstæðisflokki eru einnig í ráðinu.Fundir innkauparáðs á árinuAð jafnaði heldur innkauparáðið tvo fundi í mánuði og vara þeir að meðaltali í aðeins 24,5 mínútur. Kjartan Valgarðsson, formaður ráðsins, segir að fyrir utan formlega fundi ráðsins séu hins vegar haldnir vinnufundir, til dæmis varðandi innkaupareglur og þróun mála í þessum efnum í Evrópu. „Þeir eru ekki margir,“ svarar hann reyndar aðspurður hvort slíkir vinnufundir séu reglulega á dagskrá. Innkauparáðið hefur það hlutverk að hafa eftirlit með öllum innkaupum borgarinnar. Kjartan segir ráðið oft senda fyrirspurnir telji það eitthvað athugavert við innkaup. Það hafi haft frumkvæði að reglum um mansal og keðjuábyrgð. „Við köllum eftir yfirliti frá öllum sviðum borgarinnar og reynum að fylgjast með því alveg eins og við getum að það séu málefnalegar ástæður á bak við öll innkaup. Við látum gefa okkur skýrslur um innkaup sem eru yfir milljón en samt undir útboðsmörkum,“ segir Kjartan. Slíkar skýrslur fá meðlimir ráðsins til aflestrar fyrir fundi. „Þá fer vinnan fram í undirbúningnum.“Börkur Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáðiÞá bendir Kjartan á að Reykjavíkurborg hafi mikið innkaupavald sem sé á margra höndum. „Það er ekkert annað batterí hjá borginni sem fylgist með þessu og hefur jafn ríka eftirlitsskyldu og innkauparáðið. Ég tel að ábyrgð ráðsins sé mjög mikil og við erum mjög á tánum gagnvart því sem verið er að gera þarna,“ segir hann. Meðallengd þeirra 22 funda sem innkauparáð hélt formlega á fyrstu tíu mánuðum ársins var 24,5 mínútur sem fyrr segir. Lengsti fundurinn var 51 mínúta en sá stysti aðeins 5 mínútur. Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í innkauparáðiSamtals fundaði ráðið í 8 klukkustundir og 59 mínútur frá því í ársbyrjun til og með október. Spurður hvers vegna fundirnir séu svo stuttir segir Kjartan reglurnar vera fyrirfram mjög fastmótaðar. Stundum fái bjóðendur ekki að vera með af því að þeir standist ekki skoðun á fjárhag. „Þessa vinnu er mikið til búið að vinna áður en þetta kemur inn á fundinn,“ segir Kjartan. Þetta annist embættismenn sem sjái um útboðin. „Oft er það þannig að lægsta tilboði er tekið og sá sem var með tilboðið uppfyllti öll skilyrði borgarinnar,“ segir hann og skýrir þannig hvers vegna fundirnir ganga svo hratt fyrir sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar hefur fengið nærri 2,1 milljón króna í þóknun á fyrstu tíu mánuðum ársins. Hinir tveir meðlimir ráðsins fengu rúma milljón hvor. Ráðið fundaði samanlagt í níu klukkustundir á þessu tímabili. Óbreyttir meðlimir innkauparáðsins fá 14 prósent af þingfararkaupi fyrir störf sín en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. Miðað við að Reykjavíkurborg ætlar ekki að taka mið af nýjustu hækkun kjararáðs á þingfararkaupi er þessi upphæð nú tæpar 107 þúsund krónur fyrir óbreyttan ráðsmann og tæpar 214 þúsund fyrir formanninn. Kjartan Valgarðsson úr Samfylkingu er formaður innkauparáðsins. Þau Magnea Guðmundsdóttir úr Bjartri framtíð og Börkur Gunnarsson úr Sjálfstæðisflokki eru einnig í ráðinu.Fundir innkauparáðs á árinuAð jafnaði heldur innkauparáðið tvo fundi í mánuði og vara þeir að meðaltali í aðeins 24,5 mínútur. Kjartan Valgarðsson, formaður ráðsins, segir að fyrir utan formlega fundi ráðsins séu hins vegar haldnir vinnufundir, til dæmis varðandi innkaupareglur og þróun mála í þessum efnum í Evrópu. „Þeir eru ekki margir,“ svarar hann reyndar aðspurður hvort slíkir vinnufundir séu reglulega á dagskrá. Innkauparáðið hefur það hlutverk að hafa eftirlit með öllum innkaupum borgarinnar. Kjartan segir ráðið oft senda fyrirspurnir telji það eitthvað athugavert við innkaup. Það hafi haft frumkvæði að reglum um mansal og keðjuábyrgð. „Við köllum eftir yfirliti frá öllum sviðum borgarinnar og reynum að fylgjast með því alveg eins og við getum að það séu málefnalegar ástæður á bak við öll innkaup. Við látum gefa okkur skýrslur um innkaup sem eru yfir milljón en samt undir útboðsmörkum,“ segir Kjartan. Slíkar skýrslur fá meðlimir ráðsins til aflestrar fyrir fundi. „Þá fer vinnan fram í undirbúningnum.“Börkur Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáðiÞá bendir Kjartan á að Reykjavíkurborg hafi mikið innkaupavald sem sé á margra höndum. „Það er ekkert annað batterí hjá borginni sem fylgist með þessu og hefur jafn ríka eftirlitsskyldu og innkauparáðið. Ég tel að ábyrgð ráðsins sé mjög mikil og við erum mjög á tánum gagnvart því sem verið er að gera þarna,“ segir hann. Meðallengd þeirra 22 funda sem innkauparáð hélt formlega á fyrstu tíu mánuðum ársins var 24,5 mínútur sem fyrr segir. Lengsti fundurinn var 51 mínúta en sá stysti aðeins 5 mínútur. Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í innkauparáðiSamtals fundaði ráðið í 8 klukkustundir og 59 mínútur frá því í ársbyrjun til og með október. Spurður hvers vegna fundirnir séu svo stuttir segir Kjartan reglurnar vera fyrirfram mjög fastmótaðar. Stundum fái bjóðendur ekki að vera með af því að þeir standist ekki skoðun á fjárhag. „Þessa vinnu er mikið til búið að vinna áður en þetta kemur inn á fundinn,“ segir Kjartan. Þetta annist embættismenn sem sjái um útboðin. „Oft er það þannig að lægsta tilboði er tekið og sá sem var með tilboðið uppfyllti öll skilyrði borgarinnar,“ segir hann og skýrir þannig hvers vegna fundirnir ganga svo hratt fyrir sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira