Erlent

Fjórir létust í sjálfsmorðsárás á stærstu herstöð Bandaríkjanna í Afganistan

Anton Egilsson skrifar
Mikil öryggisgæsla er í kringum Bagram flugstöðina í Afganistan.
Mikil öryggisgæsla er í kringum Bagram flugstöðina í Afganistan. Vísir/EPA
Fjórir létust og sautján særðust í sjálfsmorðssprengju í Bagram flugstöðinni í Afganistan í dag. Bagram hefur áður verið skotmark uppreisnarmanna en þetta er í fyrsta sinn sem sprengja springur inni í stöðinni. BBC greinir frá þessu

Bagram flugstöðin er stærsta herstöð Bandaríkjanna í Afghanistan. Mikil öryggisgæsla er í kringum stöðina en árasarmaðurinn sem sprengdi sjálfan sig í loft upp var á meðal afganskra verkamanna sem mættu til vinnu á flugstöðinni um morguninn.

Ash Carter varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist harma árásina. Málið verði nú rannsakað til að hægt verði að betrumbæta gæsluna í kringum flugstöðina.

„Öryggismál er alltaf í forgangi hjá okkur í Afganistan og við munum rannsaka þennan harmleik til að við getum bætt þau mál enn frekar.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×