Pólitíkin gleypti mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 10:15 “Ég er ekkert upp með mér af eigin hagmælsku en tók þátt og hafði gaman af, segir Ingvar um yrkingarnar á alþingi Íslendinga. Mynd/Auðunn Níelsson „Ég stundaði yrkingar á bernsku- og ungdómsárum en eftir menntaskóla varð hlé á þeim þar til ég settist á Alþingi árið 1961, þá byrjaði ég aftur því andrúmsloftið þar var þannig,“ segir Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, spurður út í skáldferil sinn. Hans fyrsta alvöru ljóðabók var að koma út, á 90. aldursári hans, Úr lausblaðabók - Ljóðævi heitir hún. Reyndar gaf Ingvar út limrubók fyrir tíu árum því hann hefur leikið sér með limruformið frá því það kom fram og margar af limrum hans eru landsfleygar. Til dæmis þessi. Lauslát var Gunna á Glerá hún giftist samt Jóni á Þverá, nú hoppar um húsin um hálft annað dúsín af krökkum sem enginn veit hver á. En aftur að andrúmsloftinu á þinginu. Ingvar nefnir Jónas Árnason, Svövu Jakobosdóttur, Guðrúnu Helgadóttur, Stefán Jónsson og Helga Hjörvar sem dæmi um bókmenntafólk sem var þar samtíða honum. Hann segir miðum með stökum hafa verið laumað á milli bæði í fundarsal og kaffistofu, alltaf í góðu - aldrei í illu. „Ég er ekkert upp með mér af eigin hagmælsku en tók þátt og hafði gaman af,“ segir hann. „Það var líka ágætlega skáldmælt fólk sem vann í þinginu. Ég man eftir Sigrúnu Árnadóttur, hún hefði getað sent frá sér góða ljóðabók.“ Ingvar ólst upp í Nesi í Norðfirði en fór til Akureyrar til náms og ílentist þar. Hann segir mikinn bókmenntaáhuga hafa einkennt lífið í MA þegar hann var þar, sjálfur tók hann þátt í því af lífi og sál, var til dæmis ritstjóri skólablaðsins og „nokkurskonar bekkjarskáld, eða hvað á að kalla það, alltaf búandi til eitthvað,“ eins og hann orðar það. Hreifst af órímuðum ljóðum en náði sjálfur betri tökum á hefðbundna forminu. Svo var Ingvar alþingismaður fyrir Norðurlandskjördæmi eystra í 27 ár og ráðherra á tímabili. „Pólitíkin gleypti mig,“ segir hann kankvís. „Hinsvegar var ég lögfræðingur líka en hafði lítinn áhuga á að stunda lögmennsku, menntunin var góð og kom að gagni í mínu starfi.“ Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Ég stundaði yrkingar á bernsku- og ungdómsárum en eftir menntaskóla varð hlé á þeim þar til ég settist á Alþingi árið 1961, þá byrjaði ég aftur því andrúmsloftið þar var þannig,“ segir Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, spurður út í skáldferil sinn. Hans fyrsta alvöru ljóðabók var að koma út, á 90. aldursári hans, Úr lausblaðabók - Ljóðævi heitir hún. Reyndar gaf Ingvar út limrubók fyrir tíu árum því hann hefur leikið sér með limruformið frá því það kom fram og margar af limrum hans eru landsfleygar. Til dæmis þessi. Lauslát var Gunna á Glerá hún giftist samt Jóni á Þverá, nú hoppar um húsin um hálft annað dúsín af krökkum sem enginn veit hver á. En aftur að andrúmsloftinu á þinginu. Ingvar nefnir Jónas Árnason, Svövu Jakobosdóttur, Guðrúnu Helgadóttur, Stefán Jónsson og Helga Hjörvar sem dæmi um bókmenntafólk sem var þar samtíða honum. Hann segir miðum með stökum hafa verið laumað á milli bæði í fundarsal og kaffistofu, alltaf í góðu - aldrei í illu. „Ég er ekkert upp með mér af eigin hagmælsku en tók þátt og hafði gaman af,“ segir hann. „Það var líka ágætlega skáldmælt fólk sem vann í þinginu. Ég man eftir Sigrúnu Árnadóttur, hún hefði getað sent frá sér góða ljóðabók.“ Ingvar ólst upp í Nesi í Norðfirði en fór til Akureyrar til náms og ílentist þar. Hann segir mikinn bókmenntaáhuga hafa einkennt lífið í MA þegar hann var þar, sjálfur tók hann þátt í því af lífi og sál, var til dæmis ritstjóri skólablaðsins og „nokkurskonar bekkjarskáld, eða hvað á að kalla það, alltaf búandi til eitthvað,“ eins og hann orðar það. Hreifst af órímuðum ljóðum en náði sjálfur betri tökum á hefðbundna forminu. Svo var Ingvar alþingismaður fyrir Norðurlandskjördæmi eystra í 27 ár og ráðherra á tímabili. „Pólitíkin gleypti mig,“ segir hann kankvís. „Hinsvegar var ég lögfræðingur líka en hafði lítinn áhuga á að stunda lögmennsku, menntunin var góð og kom að gagni í mínu starfi.“
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira