Verktakar byggja mun hraðar í Noregi en hér Sæunn Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Framleiðni íslenskra iðnaðarmanna er meiri í Noregi en á Íslandi. vísir/gva Iðnaðarmenn í Noregi eru að jafnaði allt að 23 stundir að byggja hvern fermetra í íbúðarhúsnæði, á meðan þeir íslensku eru allt að 31 klukkustund með sama verkið. Íslendingar eru því um 25 prósent lengur með verkið þegar þeir vinna það á Íslandi en í Noregi. Þetta kom fram á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðasta föstudag. Þórólfur Matthíasson hagfræðingur kynnti grein sem hann, ásamt Ævari Rafni Hafþórssyni, vann upp úr meistararitgerð Ævars.Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur.Mynd/Kristinn IngvarssonHugmyndin að rannsókninni kviknaði í ljósi þess að margir íslenskir iðnaðarmenn fóru til Noregs upp úr hruni. Þar voru þeir eftirsóttir starfskraftar og fengu sömu laun og þarlendir. „Framleiðnimunur á milli Íslands og Noregs getur því ekki verið vanþekkingu eða dugnaðarmun að kenna. Þó virðast íslenskir iðnaðarmenn auka framleiðni við það að fara til Noregs,“ sagði Þórólfur. Í erindinu kom fram að auðvelt væri að bera saman framleiðnina í ljósi þess að byggingarreglugerðir eru mjög sambærilegar og að hlutfall framkvæmdakostnaðar og efniskostnaðar í heildarkostnaði sé svipaður í löndunum tveimur. Þórólfur sagði að það sem helst skýrði muninn væri skipulagsvandi á vinnustað. „Þegar verið er að steypa upp eitthvað staðlað er minni framleiðnimunur, en þegar kemur að innanhússfráganginum er munurinn meiri. Ævar segir að skýringin sé sú að skipulagið á innanhússfráganginum sé miklu lakari á Íslandi en í Noregi,“ sagði hann. Innanhússfrágangur tekur mun lengri tíma á Íslandi og nemur 26,2 prósentum af heildarlaunum, samanborið við 19,1 prósent í Noregi.Þórólfur benti á að skortur á skipulagi væri vegna skorts á fjármagni. Íslenskir byggingaverktakar hefðu ekki sama fjármagn og þeir norsku til að klára verkið áður en byrjað væri að hleypa íbúum inn. Íbúðir væru seldar hér og þar í íbúðarhúsnæði í einu og því ekki hægt að vinna allt verkið í einu. „Þarna er möguleiki, ef menn koma sér saman um betri leið til að skipuleggja framkvæmdirnar, og afhendingu, að auka framleiðni í byggingariðnaði á Íslandi einhvers staðar á stærðarbilinu 25 til 30 prósent sem er umtalsvert. Það er klárlega tækifæri á markaðnum til að gera betur.“ Á fundinum kom einnig fram að aðrir þættir spiluðu inn í framleiðni, svo sem óstöðugleiki í hagkerfinu, starfsmannaskortur, tæknistig og byggingaraðferðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Iðnaðarmenn í Noregi eru að jafnaði allt að 23 stundir að byggja hvern fermetra í íbúðarhúsnæði, á meðan þeir íslensku eru allt að 31 klukkustund með sama verkið. Íslendingar eru því um 25 prósent lengur með verkið þegar þeir vinna það á Íslandi en í Noregi. Þetta kom fram á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðasta föstudag. Þórólfur Matthíasson hagfræðingur kynnti grein sem hann, ásamt Ævari Rafni Hafþórssyni, vann upp úr meistararitgerð Ævars.Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur.Mynd/Kristinn IngvarssonHugmyndin að rannsókninni kviknaði í ljósi þess að margir íslenskir iðnaðarmenn fóru til Noregs upp úr hruni. Þar voru þeir eftirsóttir starfskraftar og fengu sömu laun og þarlendir. „Framleiðnimunur á milli Íslands og Noregs getur því ekki verið vanþekkingu eða dugnaðarmun að kenna. Þó virðast íslenskir iðnaðarmenn auka framleiðni við það að fara til Noregs,“ sagði Þórólfur. Í erindinu kom fram að auðvelt væri að bera saman framleiðnina í ljósi þess að byggingarreglugerðir eru mjög sambærilegar og að hlutfall framkvæmdakostnaðar og efniskostnaðar í heildarkostnaði sé svipaður í löndunum tveimur. Þórólfur sagði að það sem helst skýrði muninn væri skipulagsvandi á vinnustað. „Þegar verið er að steypa upp eitthvað staðlað er minni framleiðnimunur, en þegar kemur að innanhússfráganginum er munurinn meiri. Ævar segir að skýringin sé sú að skipulagið á innanhússfráganginum sé miklu lakari á Íslandi en í Noregi,“ sagði hann. Innanhússfrágangur tekur mun lengri tíma á Íslandi og nemur 26,2 prósentum af heildarlaunum, samanborið við 19,1 prósent í Noregi.Þórólfur benti á að skortur á skipulagi væri vegna skorts á fjármagni. Íslenskir byggingaverktakar hefðu ekki sama fjármagn og þeir norsku til að klára verkið áður en byrjað væri að hleypa íbúum inn. Íbúðir væru seldar hér og þar í íbúðarhúsnæði í einu og því ekki hægt að vinna allt verkið í einu. „Þarna er möguleiki, ef menn koma sér saman um betri leið til að skipuleggja framkvæmdirnar, og afhendingu, að auka framleiðni í byggingariðnaði á Íslandi einhvers staðar á stærðarbilinu 25 til 30 prósent sem er umtalsvert. Það er klárlega tækifæri á markaðnum til að gera betur.“ Á fundinum kom einnig fram að aðrir þættir spiluðu inn í framleiðni, svo sem óstöðugleiki í hagkerfinu, starfsmannaskortur, tæknistig og byggingaraðferðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent