Sport

Borga yfir milljón fyrir miða á oddaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður einstök stemning í Cleveland í nótt.
Það verður einstök stemning í Cleveland í nótt. vísir/getty
Í nótt lýkur annað hvort 108 ára bið Chicago Cubs eða 68 ára bið Cleveland Indians eftir meistaratitli í bandaríska hafnaboltanum.

Cubs vann sjötta leikinn í World Series 9-3 og það er því allt undir í einum oddaleik í nótt. Það verður grátið hjá stuðningsmönnum beggja liða eftir leik.

Er það stefndi í sigur Cubs í sjötta leiknum fór miðaverðið á oddaleikinn strax upp. Fyrir sjötta leikinn var meðalverð á mögulegan oddaleik um 200 þúsund krónur.

Það er nú komið í um 250 þúsund krónur, og mun hækka, en það fá ekki allir miða á svo góðu verði. Dýrustu miðarnir sem hafa verið seldir voru á 1,1 milljón króna.

Flestir miðarnir í bestu sætin voru seldir á um hálfa milljón króna þannig að ansi margir eru líklega að taka yfirdrátt svo þeir geti séð þennan sögulega viðburð í bandarískri íþróttasögu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×