Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Vísir/GVA/getty Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira