„Nagladekk í dag ekki eins og nagladekk í gamla daga“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 23:37 Nagladekkin eru umdeild. Vísir/Róbert Reynisson Það fer alfarið eftir því hvert er verið að keyra hvort æskilegt sé að vera á nagladekkjum eða ekki á höfuðborgarsvæðinu mati sérfræðings í umferðaröryggi. Reykjavíkurborg sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem íbúar borgarinnar voru hvattir til þess að nota ekki nagladekk. Í tilkynningunni kom raunar fram að nagladekk væru ekki æskileg þar sem þau spæni upp malbikið og auki þar með á kostnað borgarinnar vegna viðhalds gatna. Þessu eru Ólafur Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðingur hjá FÍB, ekki sammála. Hann segir að mikil þróun hafi orðið í nagladekkjum síðustu ár. Þar auki sé það gerð malbiksins, ekki dekkin, sem eigi stærri hluta í því að svokölluð hjólför myndist.Ólafur GuðmundssonVísir„Þau gera það ekki vegna þess að malbikið hér er mýkra, það er mýkra grjót í þvi. Rásirnar eru ekki bara út af sliti frá dekkjum heldur vegna þess að malbikið er svo þunnt. Það sígur bara,“ segir Ólafur sem segir að 10-15 prósent af sliti gatna sé að völdum nagladekkja. „Svo skal líka hafa í huga að nagladekk í dag eru ekki eins og nagladekk í gamla daga. Það eru færri naglar í dekkjunum, þau eru léttari og í mörgum tilfellum minni,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þeir sem keyri einungis um í Reykjavík þurfi líklega ekki að vera á nagladekkjum, en fyrir þá sem fara reglulega úr bænum, geti fátt komið í stað nagladekkjanna. „Þeir sem keyra minna og meira bara innanbæjar hafa að mínu viti ekkert að gera með nagladekk. Vera með góð vetrardekk og passa að þau séu ekki slitin,“ segir Ólafur. „Ef að menn eru að fara úr bænum, bústaðaferðir fyrir austan eða eru að fara oft yfir Hellisheiði kemur hins vegar ekkert í stað nagla.“ Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Það fer alfarið eftir því hvert er verið að keyra hvort æskilegt sé að vera á nagladekkjum eða ekki á höfuðborgarsvæðinu mati sérfræðings í umferðaröryggi. Reykjavíkurborg sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem íbúar borgarinnar voru hvattir til þess að nota ekki nagladekk. Í tilkynningunni kom raunar fram að nagladekk væru ekki æskileg þar sem þau spæni upp malbikið og auki þar með á kostnað borgarinnar vegna viðhalds gatna. Þessu eru Ólafur Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðingur hjá FÍB, ekki sammála. Hann segir að mikil þróun hafi orðið í nagladekkjum síðustu ár. Þar auki sé það gerð malbiksins, ekki dekkin, sem eigi stærri hluta í því að svokölluð hjólför myndist.Ólafur GuðmundssonVísir„Þau gera það ekki vegna þess að malbikið hér er mýkra, það er mýkra grjót í þvi. Rásirnar eru ekki bara út af sliti frá dekkjum heldur vegna þess að malbikið er svo þunnt. Það sígur bara,“ segir Ólafur sem segir að 10-15 prósent af sliti gatna sé að völdum nagladekkja. „Svo skal líka hafa í huga að nagladekk í dag eru ekki eins og nagladekk í gamla daga. Það eru færri naglar í dekkjunum, þau eru léttari og í mörgum tilfellum minni,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þeir sem keyri einungis um í Reykjavík þurfi líklega ekki að vera á nagladekkjum, en fyrir þá sem fara reglulega úr bænum, geti fátt komið í stað nagladekkjanna. „Þeir sem keyra minna og meira bara innanbæjar hafa að mínu viti ekkert að gera með nagladekk. Vera með góð vetrardekk og passa að þau séu ekki slitin,“ segir Ólafur. „Ef að menn eru að fara úr bænum, bústaðaferðir fyrir austan eða eru að fara oft yfir Hellisheiði kemur hins vegar ekkert í stað nagla.“
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira