Mikil breyting verður á ásýnd borgarinnar á næstu árum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2016 19:15 Reykjavíkurborg áætlar að á næstu árum og áratugum verði byggðar yfir 17.000 íbúðir í Reykjavík. Á kynningarfundi borgarstjóra kom fram að nú þegar vanti um þrjú þúsund íbúðir í borginni til að mæta eftirspurn og að byggja verði um þúsund íbúðir ár hvert eftir að þeirri þörf hefur verið mætt. Í uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar má búast við því að mikil breyting verði á ásýnd borgarinnar á nokkrum svæðum. Til að mynda í Bryggjuhverfinu þar sem fyrirtækið Björgun kemur til með að víkja fyrir árslok og sömuleiðis í Vogahverfinu þar sem fyrirtæki og hús fá að víkja fyrir nýrri íbúðabyggð. „Staðan er auðvitað sú að það er mikil eftirspurn eftir húsnæði í Reykjavík en góðu fréttirnar eru þær að við erum bæði búin að skipuleggja mikið af íbúðarlóðum. Það er verið að byggja í borginni frá vestri til austurs og mjög fjölbreyttar íbúðir. Bæði söluíbúðir, mjög mikið og líka leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, íbúðir fyrir eldri borgara, búseturéttaríbúðir og það er einmitt svona þessi fjölbreytta blanda sem við viljum sjá rísa,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem kynnti uppbyggingaráætlun borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Með þeim breytingum sem áformaðar eru segir Dagur að fyrirtæki sem fara illa saman við íbúðabyggð fá lóð í jaðri borgarinnar. „Einhver fyrirtæki, þau plássfreku og þau sem fara illa saman við íbúa byggð. Við sjáum þau fyrir okkur á Esjumelum og á Hólmsheiðinni og á þeim atvinnusvæðum sem við erum að tefla fram,“ segir Dagur. Dagur segir að Reykjavík sé að vaxa og mest inn á við og að það sé í takt við þau svör sem borgin hafi fengið varðandi búsetuóskir. „Fólk vill búa nálægt verslun og þjónustu. Geta sótt í lykil atriði helst gangandi eða að minnsta kosti ekki þurfa að fara um langan veg,“ segir Dagur. Uppsöfnuð þörf eftir húsnæði er í Reykjavík og eftir hrun voru nánast engar nýframkvæmdir. Dagur segir að strax þurfi að ráðast í byggingu um 3000 íbúða í Reykjavík og 1000 íbúða ár hvert eftir það. Leigendur hafa á undanförnum misserum kvartað undan háu leiguverði á markaði sem meðal annars er vegna skorts á leiguhúsnæði. „Minnsta kosti viljum við ekki að skorturinn þrýsti verðinu upp. Það er síðan byggingarkostnaðurinn sem ræður miklu en auðvitað líka eftirspurnin,“ segir Dagur. Í mars síðastliðnum skrifuðu Alþýðusamband Íslands og Reykjavíkurborg undir viljayfirlýsingu um byggingu á 1000 íbúðum á næstu fjórum árum en markmið þeirra er að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágarfjölskyldur. „Við sjáum eftirspurn í öllum hópum. Öldruðum fer fjölgandi. Það hafa aldrei verið fleiri á biðlista eftir stúdentaíbúðum og þess vegna þurfum við þetta uppbyggingarátak,“ segir Dagur. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Reykjavíkurborg áætlar að á næstu árum og áratugum verði byggðar yfir 17.000 íbúðir í Reykjavík. Á kynningarfundi borgarstjóra kom fram að nú þegar vanti um þrjú þúsund íbúðir í borginni til að mæta eftirspurn og að byggja verði um þúsund íbúðir ár hvert eftir að þeirri þörf hefur verið mætt. Í uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar má búast við því að mikil breyting verði á ásýnd borgarinnar á nokkrum svæðum. Til að mynda í Bryggjuhverfinu þar sem fyrirtækið Björgun kemur til með að víkja fyrir árslok og sömuleiðis í Vogahverfinu þar sem fyrirtæki og hús fá að víkja fyrir nýrri íbúðabyggð. „Staðan er auðvitað sú að það er mikil eftirspurn eftir húsnæði í Reykjavík en góðu fréttirnar eru þær að við erum bæði búin að skipuleggja mikið af íbúðarlóðum. Það er verið að byggja í borginni frá vestri til austurs og mjög fjölbreyttar íbúðir. Bæði söluíbúðir, mjög mikið og líka leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, íbúðir fyrir eldri borgara, búseturéttaríbúðir og það er einmitt svona þessi fjölbreytta blanda sem við viljum sjá rísa,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem kynnti uppbyggingaráætlun borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Með þeim breytingum sem áformaðar eru segir Dagur að fyrirtæki sem fara illa saman við íbúðabyggð fá lóð í jaðri borgarinnar. „Einhver fyrirtæki, þau plássfreku og þau sem fara illa saman við íbúa byggð. Við sjáum þau fyrir okkur á Esjumelum og á Hólmsheiðinni og á þeim atvinnusvæðum sem við erum að tefla fram,“ segir Dagur. Dagur segir að Reykjavík sé að vaxa og mest inn á við og að það sé í takt við þau svör sem borgin hafi fengið varðandi búsetuóskir. „Fólk vill búa nálægt verslun og þjónustu. Geta sótt í lykil atriði helst gangandi eða að minnsta kosti ekki þurfa að fara um langan veg,“ segir Dagur. Uppsöfnuð þörf eftir húsnæði er í Reykjavík og eftir hrun voru nánast engar nýframkvæmdir. Dagur segir að strax þurfi að ráðast í byggingu um 3000 íbúða í Reykjavík og 1000 íbúða ár hvert eftir það. Leigendur hafa á undanförnum misserum kvartað undan háu leiguverði á markaði sem meðal annars er vegna skorts á leiguhúsnæði. „Minnsta kosti viljum við ekki að skorturinn þrýsti verðinu upp. Það er síðan byggingarkostnaðurinn sem ræður miklu en auðvitað líka eftirspurnin,“ segir Dagur. Í mars síðastliðnum skrifuðu Alþýðusamband Íslands og Reykjavíkurborg undir viljayfirlýsingu um byggingu á 1000 íbúðum á næstu fjórum árum en markmið þeirra er að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágarfjölskyldur. „Við sjáum eftirspurn í öllum hópum. Öldruðum fer fjölgandi. Það hafa aldrei verið fleiri á biðlista eftir stúdentaíbúðum og þess vegna þurfum við þetta uppbyggingarátak,“ segir Dagur.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira