Nýja stjarnan með ofurstökkin Ingvi Þór Sæmundsson í Maribor skrifar 15. október 2016 07:00 Kolbrún Þöll Þorradóttir er bæði Íslands- og Norðurlandameistari í hópfimleikum og í dag gæti hún bætt Evrópumeistaratitlinum við á EM í hópfimleikum í Slóveníu. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum. Fimleikar Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum.
Fimleikar Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita