Frumsýning á nýrri haust- og vetrarlínu Geysis - Myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2016 14:30 Íslenska fatamerkið Geysir frumsýndi glænýja haust - og vetrarlínu með pompi og pragt í Iðnó á föstudagskvöldið en um var að ræða fyrstu sýningu Geysis af þessu tagi. Sýningin var í beinni útsendingu á Vísi er það í fyrsta skipti sem íslensk fatalína er sýnd í beinni á vef með þessum hætti. Fatalínan var síðan komin í sölu í verslunum Geysis daginn eftir. Yfirhönnuður Geysis er Erna Einarsdóttir en eitt helsta sérkenni línunnar er íslenska ullin. Erna nam við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam og Central Saint Martins í London. Hún sneri aftur til Íslands og hóf störf hjá Geysi árið 2013 eftir stutt stopp í París hjá Saint Laurent þar sem hún starfaði undir Hedi Slimane. Vetrarfatalínan 2016 er önnur fatalína hennar fyrir Geysi. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar daglega lífi í borginni, með sterkum skírskotunum í íslenska prjónahefð. Geysir hefur alla tíð lagt áherslu á gæði og með nýju fatalínunni blandast hágæðaefni líkt og móher, silki, alpaca og hör fallega innan um íslensku ullina. Á sama tíma og Erna leitar í íslenska fatahefð er fatnaðurinn hannaður með nútíma konu í huga. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bein útsending: Tískusýning Geysis í Iðnó Frumsýning á haust- og vetrarlínu Geysis í beinni á Glamour. 16. september 2016 19:00 Girnilegt haust frá Geysi Falleg sýning þar sem hauststemmingin sveif yfir Iðnó. 17. september 2016 10:30 Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Tískusýning í Iðnó á morgun og verður í beinni hér á Glamour. 15. september 2016 20:00 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Íslenska fatamerkið Geysir frumsýndi glænýja haust - og vetrarlínu með pompi og pragt í Iðnó á föstudagskvöldið en um var að ræða fyrstu sýningu Geysis af þessu tagi. Sýningin var í beinni útsendingu á Vísi er það í fyrsta skipti sem íslensk fatalína er sýnd í beinni á vef með þessum hætti. Fatalínan var síðan komin í sölu í verslunum Geysis daginn eftir. Yfirhönnuður Geysis er Erna Einarsdóttir en eitt helsta sérkenni línunnar er íslenska ullin. Erna nam við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam og Central Saint Martins í London. Hún sneri aftur til Íslands og hóf störf hjá Geysi árið 2013 eftir stutt stopp í París hjá Saint Laurent þar sem hún starfaði undir Hedi Slimane. Vetrarfatalínan 2016 er önnur fatalína hennar fyrir Geysi. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar daglega lífi í borginni, með sterkum skírskotunum í íslenska prjónahefð. Geysir hefur alla tíð lagt áherslu á gæði og með nýju fatalínunni blandast hágæðaefni líkt og móher, silki, alpaca og hör fallega innan um íslensku ullina. Á sama tíma og Erna leitar í íslenska fatahefð er fatnaðurinn hannaður með nútíma konu í huga.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bein útsending: Tískusýning Geysis í Iðnó Frumsýning á haust- og vetrarlínu Geysis í beinni á Glamour. 16. september 2016 19:00 Girnilegt haust frá Geysi Falleg sýning þar sem hauststemmingin sveif yfir Iðnó. 17. september 2016 10:30 Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Tískusýning í Iðnó á morgun og verður í beinni hér á Glamour. 15. september 2016 20:00 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Bein útsending: Tískusýning Geysis í Iðnó Frumsýning á haust- og vetrarlínu Geysis í beinni á Glamour. 16. september 2016 19:00
Girnilegt haust frá Geysi Falleg sýning þar sem hauststemmingin sveif yfir Iðnó. 17. september 2016 10:30
Geysir frumsýnir vetrarlínuna með pompi og pragt Tískusýning í Iðnó á morgun og verður í beinni hér á Glamour. 15. september 2016 20:00