Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Reykjavíkurborg snýr vörn í sókn í skólamálum að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, en borgin hyggst hækka framlög til leik- og grunnskóla um hundruð milljóna. Fjallað verður um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við borgarstjóra um þessar breytingar.

Einnig verður fjallað um mál nígerísks hælisleitanda sem sakaður var um að hafa smitað konur hér á landi af HIV en eftir árslanga rannsókn hefur málið nú verið fellt niður. Í kvöldfréttum verður síðan fjallað um biðtíma eftir tíma hjáaugnlækni en hann getur verið allt að heilt ár. Á síðustu fimm árum hafa tveir nýir augnlæknar komið heim eftir nám erlendis.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×