Dýrlingarnir unnu sinn fyrsta sigur gegn Gylfa og félögum | Ekkert gengur hjá Stoke Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2016 15:00 Vonbrigði Gylfa leyndu sér ekki. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Swansea City sem sótti Southampton heim í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Charlie Austin fyrir Southampton á 64. mínútu, 10 mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Gylfi lék allan leikinn en tókst ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum Swansea. Þetta var fyrsti sigur Southampton á tímabilinu en hann skilar liðinu upp í 14. sæti deildarinnar. Swansea er í sætinu fyrir neðan en Gylfi og félagar hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu.Leikmenn Stoke réðu lítið við Andros Townsend í leiknum í dag.vísir/gettyÞað gengur hvorki né rekur hjá Stoke City en liðið steinlá, 4-1, fyrir Crystal Palace á Selhurst Park í dag. Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Stoke fær á sig fjögur mörk í leik. Alls hefur Stoke fengið á sig 14 mörk í fyrstu fimm leikjum tímabilsins sem er það mesta í úrvalsdeildinni. Stoke er í tuttugasta og neðsta sæti deildarinnar. Palace er aftur á móti komið upp í 8. sætið eftir tvo sigra í röð. Tvö fyrstu mörkin komu eftir föst leikatriði. James Tomkins kom Palace yfir á 9. mínútu þegar hann stýrði aukaspyrnu Andros Townsend í netið og tveimur mínútum síðar skallaði Scott Dann hornspyrnu Jasons Puncheon framhjá varnarlausum Shay Given í marki Stoke. Þriðja markið kom á 71. mínútu en það gerði James McArthur. Hann átti þá skot sem fór af Geoff Cameron, varnarmanni Stoke, og í netið. Þremur mínútum síðar skoraði Townsend svo fjórða og fallegasta mark leiksins. Hann lék þá upp vinstri kantinn og þrumaði svo boltanum framhjá Given af tæplega 20 metra færi. Austurríkismaðurinn Marko Arnautovic lagaði stöðuna fyrir Stoke í uppbótartíma en það breytti engu um niðurstöðuna. Lokatölur 4-1, Palace í vil. Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Swansea City sem sótti Southampton heim í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Charlie Austin fyrir Southampton á 64. mínútu, 10 mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Gylfi lék allan leikinn en tókst ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum Swansea. Þetta var fyrsti sigur Southampton á tímabilinu en hann skilar liðinu upp í 14. sæti deildarinnar. Swansea er í sætinu fyrir neðan en Gylfi og félagar hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu.Leikmenn Stoke réðu lítið við Andros Townsend í leiknum í dag.vísir/gettyÞað gengur hvorki né rekur hjá Stoke City en liðið steinlá, 4-1, fyrir Crystal Palace á Selhurst Park í dag. Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Stoke fær á sig fjögur mörk í leik. Alls hefur Stoke fengið á sig 14 mörk í fyrstu fimm leikjum tímabilsins sem er það mesta í úrvalsdeildinni. Stoke er í tuttugasta og neðsta sæti deildarinnar. Palace er aftur á móti komið upp í 8. sætið eftir tvo sigra í röð. Tvö fyrstu mörkin komu eftir föst leikatriði. James Tomkins kom Palace yfir á 9. mínútu þegar hann stýrði aukaspyrnu Andros Townsend í netið og tveimur mínútum síðar skallaði Scott Dann hornspyrnu Jasons Puncheon framhjá varnarlausum Shay Given í marki Stoke. Þriðja markið kom á 71. mínútu en það gerði James McArthur. Hann átti þá skot sem fór af Geoff Cameron, varnarmanni Stoke, og í netið. Þremur mínútum síðar skoraði Townsend svo fjórða og fallegasta mark leiksins. Hann lék þá upp vinstri kantinn og þrumaði svo boltanum framhjá Given af tæplega 20 metra færi. Austurríkismaðurinn Marko Arnautovic lagaði stöðuna fyrir Stoke í uppbótartíma en það breytti engu um niðurstöðuna. Lokatölur 4-1, Palace í vil.
Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira