Yfir 100 milljarða búvörusamningar Heiðar Lind Hansson skrifar 17. september 2016 07:00 Greiðslur vegna búvörusamninga árið 2017 Alþingi samþykkti umdeild lög í liðinni viku sem kveða á um breytingar á lögum tengdum búvörusamningunum við Bændasamtökin sem undirritaðir voru í febrúar á þessu ári. Með breytingunum geta samningarnir tekið gildi, en gildistími þeirra er til tíu ára, eða frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026. Ein af breytingunum sem þingið gerði var að flýta endurskoðun samninganna, en upphaflega átti fyrsta endurskoðun þeirra að fara fram 2019. Í staðinn voru sett inn ákvæði um að ráðherra landbúnaðarmála skipi samráðshóp sem hafi það hlutverk að endurskoða búvörusamningana. Hópurinn skal skipaður fyrir 18. október nk., en í honum eiga að sitja fulltrúar afurðastöðva, atvinnulífsins, bænda, launþega og neytenda. Hann á að ljúka störfum fyrir 2019. Einnig fóru inn ákvæði sem skylda afurðastöðvar til að selja öðrum vinnsluaðilum mjólk á verði sem er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Önnur veigamikil breyting er að kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu verður lagt af. Í staðinn verða teknar upp greiðslur út á innvegna mjólk og gripagreiðslur í mjólkurframleiðslu og álagsgreiðslur út frá gæðastýrðri framleiðslu í sauðfjárrækt. Einnig voru sett inn ákvæði sem skylda ráðherra til að skipa áheyrnarfulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur í verðlagsnefnd búvara. Þá eru framlög vegna nýsköpunar í landbúnaði aukin.Lömb í haga í íslenskri sveit.vísir/stefánBúvörusamningarnir eru fjórir talsins, þ.e. rammasamningur um almenn starfsskilyrði í landbúnaði og þrír samningar um sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Meginmarkmið þeirra er að auka verðmætasköpun í sveitum landsins og nýta sem best tækifærin sem þar bjóðast til að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Kostnaður ríkissjóðs fyrsta ár samninganna er áætlaður um 13,7 milljarðar króna. Áformað er að upphæðirnar fari lækkandi út samningstímann, en gert er ráð fyrir að þær verði 12,6 milljarðar árið 2026. Samkvæmt samningunum munu 132,2 milljarðar greiðast úr ríkissjóði á samningstímanum vegna þeirra. Þó skal tekið fram að upphæðirnar gætu breyst sökum verðlagsbreytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Alþingi samþykkti umdeild lög í liðinni viku sem kveða á um breytingar á lögum tengdum búvörusamningunum við Bændasamtökin sem undirritaðir voru í febrúar á þessu ári. Með breytingunum geta samningarnir tekið gildi, en gildistími þeirra er til tíu ára, eða frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026. Ein af breytingunum sem þingið gerði var að flýta endurskoðun samninganna, en upphaflega átti fyrsta endurskoðun þeirra að fara fram 2019. Í staðinn voru sett inn ákvæði um að ráðherra landbúnaðarmála skipi samráðshóp sem hafi það hlutverk að endurskoða búvörusamningana. Hópurinn skal skipaður fyrir 18. október nk., en í honum eiga að sitja fulltrúar afurðastöðva, atvinnulífsins, bænda, launþega og neytenda. Hann á að ljúka störfum fyrir 2019. Einnig fóru inn ákvæði sem skylda afurðastöðvar til að selja öðrum vinnsluaðilum mjólk á verði sem er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Önnur veigamikil breyting er að kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu verður lagt af. Í staðinn verða teknar upp greiðslur út á innvegna mjólk og gripagreiðslur í mjólkurframleiðslu og álagsgreiðslur út frá gæðastýrðri framleiðslu í sauðfjárrækt. Einnig voru sett inn ákvæði sem skylda ráðherra til að skipa áheyrnarfulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur í verðlagsnefnd búvara. Þá eru framlög vegna nýsköpunar í landbúnaði aukin.Lömb í haga í íslenskri sveit.vísir/stefánBúvörusamningarnir eru fjórir talsins, þ.e. rammasamningur um almenn starfsskilyrði í landbúnaði og þrír samningar um sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Meginmarkmið þeirra er að auka verðmætasköpun í sveitum landsins og nýta sem best tækifærin sem þar bjóðast til að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Kostnaður ríkissjóðs fyrsta ár samninganna er áætlaður um 13,7 milljarðar króna. Áformað er að upphæðirnar fari lækkandi út samningstímann, en gert er ráð fyrir að þær verði 12,6 milljarðar árið 2026. Samkvæmt samningunum munu 132,2 milljarðar greiðast úr ríkissjóði á samningstímanum vegna þeirra. Þó skal tekið fram að upphæðirnar gætu breyst sökum verðlagsbreytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira