Formaður félags leikskólakennara: Engin lausn að fá lífeyrisþega á leikskólana Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. september 2016 13:45 Í síðustu viku kynnti borgarstjórn Reykjavíkur tíu liða aðgerðaráætlun til að mæta rekstrarvanda skólastarfsins í Reykjavíkurborg. Samhliða kynningunni sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, að finna þyrfti nýjar leiðir til að mæta mönnunarvanda leikskólanna. Í því samhengi viðraði hann þá hugmynd að fá liðsinni lífeyrisþega til að starfa á leikskólum.Sjá: Borgarstjóri vill virkja lífeyrisþega til hlutastarfa á leikskólum Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þá hugmynd ekki vel til þess fallna að leysa mönnunarvanda leikskólanna. „Stóra myndin í þessu vandamáli er þessi: Það vantar um 1300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lög 87 frá 2007 um menntun og ráðningu kennara,“ segir Haraldur.Haraldur Freyr segir að um 1300 leikskólakennara vanti til starfa til að uppfylla skilyrði um menntun og ráðningu leikskólakennara.mynd/vilhelm„Þar er kveðið á um að tveir þriðju hluti þeirra sem sinna uppeldi og kennslu þurfi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi og það munu engar skyndilausnir leysa þann vanda. Lausnin að mínu mati snýst um þrjá hluti. Laun starfskjör og vinnuöryggi. Ég hef hinsvegar ekkert á móti því að eldri uppeldismenntaðir einstaklingar séu ráðnir tímabundið inn á leikskólanna. En það er hins vegar engin lausn til frambúðar,“ segir hann. Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri á Rofaborg segir brýnt að taka á vandanum og tekur í sama streng og Haraldur. „Án þess að ég geri lítið úr eldri borgurum eða að þau geti innt af hendi vinnuframlag þá teljum við að þetta sé ekki leiðin til að mæta mönnunarvanda leikskólanna,“ segir hún. „Fyrst og fremst þarf að hækka laun leikskólakennara,“ segir hún. „Það þarf að gera laun og starfsaðstæður leikskólakennara samkeppnishæft til að leikskólakennarar vilji koma aftur inn í leikskólanna til að vinna. Síðan þarf að huga að því til framtíðar að mennta fleiri leikskólakennara.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Í síðustu viku kynnti borgarstjórn Reykjavíkur tíu liða aðgerðaráætlun til að mæta rekstrarvanda skólastarfsins í Reykjavíkurborg. Samhliða kynningunni sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, að finna þyrfti nýjar leiðir til að mæta mönnunarvanda leikskólanna. Í því samhengi viðraði hann þá hugmynd að fá liðsinni lífeyrisþega til að starfa á leikskólum.Sjá: Borgarstjóri vill virkja lífeyrisþega til hlutastarfa á leikskólum Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þá hugmynd ekki vel til þess fallna að leysa mönnunarvanda leikskólanna. „Stóra myndin í þessu vandamáli er þessi: Það vantar um 1300 leikskólakennara á landsvísu til að uppfylla lög 87 frá 2007 um menntun og ráðningu kennara,“ segir Haraldur.Haraldur Freyr segir að um 1300 leikskólakennara vanti til starfa til að uppfylla skilyrði um menntun og ráðningu leikskólakennara.mynd/vilhelm„Þar er kveðið á um að tveir þriðju hluti þeirra sem sinna uppeldi og kennslu þurfi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi og það munu engar skyndilausnir leysa þann vanda. Lausnin að mínu mati snýst um þrjá hluti. Laun starfskjör og vinnuöryggi. Ég hef hinsvegar ekkert á móti því að eldri uppeldismenntaðir einstaklingar séu ráðnir tímabundið inn á leikskólanna. En það er hins vegar engin lausn til frambúðar,“ segir hann. Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri á Rofaborg segir brýnt að taka á vandanum og tekur í sama streng og Haraldur. „Án þess að ég geri lítið úr eldri borgurum eða að þau geti innt af hendi vinnuframlag þá teljum við að þetta sé ekki leiðin til að mæta mönnunarvanda leikskólanna,“ segir hún. „Fyrst og fremst þarf að hækka laun leikskólakennara,“ segir hún. „Það þarf að gera laun og starfsaðstæður leikskólakennara samkeppnishæft til að leikskólakennarar vilji koma aftur inn í leikskólanna til að vinna. Síðan þarf að huga að því til framtíðar að mennta fleiri leikskólakennara.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira