Ofin með aldagamalli aðferð Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. september 2016 17:00 Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Mynd/Elsa Björg Magnúsdóttir Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfi. „Okkur hafði lengi langað að stofna okkar eigið merki og fannst rétti tíminn vera núna. Við sameinuðum því krafta okkar, áhuga og reynslu og stofnuðum TAKK Home,“ útskýrir Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð.Handklæðin hafa fengið góðar viðtökur.Fyrsta vara Takk Home kom á markað nú í sumar, bómullarhandklæði að tyrkneskri fyrirmynd.Sex hundruð ára hefð„Við erum báðar mjög áhugasamar um fallega hluti, hönnun og heimilisvörur,“ segir Olla. „Þessi þunnu tyrknesku bómullarhandklæði hafa okkur alltaf þótt falleg og því ákváðum við að hanna okkar eigin línu. Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár. Kögrið er hnýtt í höndunum. Það sem okkur finnst ekki síst heillandi við handklæðin er hvað það fer lítið fyrir þeim. Þau eru þunn og fljót að þorna en samt sem áður mjög rakadræg. Það hefur komið sér vel í ferðalögum og í sundferðum,“ segir hún.„Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár.“Nýjung í flórunaÞær stöllur settu Takk Home á laggirnar í janúar og segir Olla hlutina hafa undið hratt upp á sig. Fyrsta sending af handklæðunum rauk hratt út og önnur er á leiðinni. Íslendingar virðast greinilega til í annað en hnausþykkt frotté og þeim líkar vel ólíkir notkunarmöguleikarnir sem felast í tyrknesku handklæðunum. „Við höfum fengið frábær viðbrögð við handklæðunum sem er skemmtilegt því þetta er nýjung hér á Íslandi, fólk þekkir ekki mikið þessi þunnu handklæði hér heima,“ segir Olla. „Þau þykja bæði falleg og mjúk. Við hönnuðum tvær stærðir, baðhandklæði og minna handklæði sem einnig er hægt að nota sem viskustykki. Fólk notar handklæðin gjarnan sem ungbarnateppi eða borðdúka og jafnvel sem sjöl. Þau eru svo einstaklega mjúk. Við munum bæta við fleiri vörum í línuna og stefnum á að fyrir jólin verði tilbúið rúmteppi.“Nánar má forvitnast um heimilislínu Takk Home á heimasíðunni takkhome.com og á Facebook. Handklæðin fást í Aurum, Epal og í Reykjavík Cutest.Handklæðin nota margir sem viskustykki, borðdúka, sjöl eða sem teppi. Tíska og hönnun Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfi. „Okkur hafði lengi langað að stofna okkar eigið merki og fannst rétti tíminn vera núna. Við sameinuðum því krafta okkar, áhuga og reynslu og stofnuðum TAKK Home,“ útskýrir Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð.Handklæðin hafa fengið góðar viðtökur.Fyrsta vara Takk Home kom á markað nú í sumar, bómullarhandklæði að tyrkneskri fyrirmynd.Sex hundruð ára hefð„Við erum báðar mjög áhugasamar um fallega hluti, hönnun og heimilisvörur,“ segir Olla. „Þessi þunnu tyrknesku bómullarhandklæði hafa okkur alltaf þótt falleg og því ákváðum við að hanna okkar eigin línu. Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár. Kögrið er hnýtt í höndunum. Það sem okkur finnst ekki síst heillandi við handklæðin er hvað það fer lítið fyrir þeim. Þau eru þunn og fljót að þorna en samt sem áður mjög rakadræg. Það hefur komið sér vel í ferðalögum og í sundferðum,“ segir hún.„Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár.“Nýjung í flórunaÞær stöllur settu Takk Home á laggirnar í janúar og segir Olla hlutina hafa undið hratt upp á sig. Fyrsta sending af handklæðunum rauk hratt út og önnur er á leiðinni. Íslendingar virðast greinilega til í annað en hnausþykkt frotté og þeim líkar vel ólíkir notkunarmöguleikarnir sem felast í tyrknesku handklæðunum. „Við höfum fengið frábær viðbrögð við handklæðunum sem er skemmtilegt því þetta er nýjung hér á Íslandi, fólk þekkir ekki mikið þessi þunnu handklæði hér heima,“ segir Olla. „Þau þykja bæði falleg og mjúk. Við hönnuðum tvær stærðir, baðhandklæði og minna handklæði sem einnig er hægt að nota sem viskustykki. Fólk notar handklæðin gjarnan sem ungbarnateppi eða borðdúka og jafnvel sem sjöl. Þau eru svo einstaklega mjúk. Við munum bæta við fleiri vörum í línuna og stefnum á að fyrir jólin verði tilbúið rúmteppi.“Nánar má forvitnast um heimilislínu Takk Home á heimasíðunni takkhome.com og á Facebook. Handklæðin fást í Aurum, Epal og í Reykjavík Cutest.Handklæðin nota margir sem viskustykki, borðdúka, sjöl eða sem teppi.
Tíska og hönnun Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira