Bjóði hreinar nálar ókeypis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Starfshópur leggur til að aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Ríkislögreglustjóri gagnrýnir tillögu um afnám fangelsisrefsingar. Skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu var dreift á Alþingi í gær. Nái tillögur starfshópsins fram að ganga mun aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Hópurinn telur að tryggja þurfi einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Heilsufarsvandi þeirra sem sprauta sig sé í flestum tilvikum rakinn til sýkinga eða smits sem þeir verða fyrir af völdum óhreins eða sýkts sprautubúnaðar. Fréttablaðið sagði í gær frá þeirri tillögu starfshópsins að refsing fyrir vörslu og meðferð á neysluskömmtum ólöglegra vímuefna yrði bundin við sektir. Í dag er gert ráð fyrir því í lögum að hægt sé að dæma í fangelsi fyrir vörslu ávana- og fíkniefna.Borgar Þór Einarsson lögfræðingurÍ áliti Embættis ríkislögreglustjóra um þá tillögu segir að skilyrðislaust fráhvarf frá fangelsisrefsingu minnki áhættu viðkomandi einstaklings eða hóps við að stunda slíka brotastarfsemi. Einstaklingur sem ber á sér neysluskammt fíkniefna geti búið yfir upplýsingum um eða jafnvel verið þátttakandi í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Breytingin kynni að leiða til þess að smásölum á sviði fíkniefnaviðskipta fjölgi. Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins, segir allar tillögurnar í skýrslunni vera málamiðlun. „Þeir sem vilja mest frjálsræði vilja ganga lengst og aðrir kannski aðeins skemmra. Það sem gefur tillögunum hins vegar mest vægi er sú samstaða sem náðist þar um,“ segir Borgar Þór og bætir við að þegar ólíkir aðilar komi saman að tillögum sem þessum sé eðlilega mismunandi afstaða til einstakra þátta.Hópurinn telur að tryggja þurfti einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Vísir/AntonBrinkRauði krossinn og Embætti landlæknis og ríkislögreglustjóra eiga fulltrúa í starfshópnum. „Varðandi þingið eru eflaust margir sem vilja sjá róttækari breytingar en sumir hræðast allar breytingar. Ég hef enga ástæðu til að ætla að einhverjir setji sig sérstaklega upp á móti tillögunum en það þarf auðvitað að útfæra nokkur atriði betur,“ segir Borgar. Hópurinn telur að með auknu aðgengi að hreinum sprautubúnaði megi takmarka þann skaða sem einstaklingar verða fyrir. Kostnaður vegna hreinna nála og þjónustunnar sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast vegna sprautunotkunar. Í sértækri nálaskiptaþjónustu munu einstaklingar geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, sprittklúta fyrir stungustað og annan sprautubúnað sem þarf til þess að draga úr líkum á smiti og sýkingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu var dreift á Alþingi í gær. Nái tillögur starfshópsins fram að ganga mun aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Hópurinn telur að tryggja þurfi einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Heilsufarsvandi þeirra sem sprauta sig sé í flestum tilvikum rakinn til sýkinga eða smits sem þeir verða fyrir af völdum óhreins eða sýkts sprautubúnaðar. Fréttablaðið sagði í gær frá þeirri tillögu starfshópsins að refsing fyrir vörslu og meðferð á neysluskömmtum ólöglegra vímuefna yrði bundin við sektir. Í dag er gert ráð fyrir því í lögum að hægt sé að dæma í fangelsi fyrir vörslu ávana- og fíkniefna.Borgar Þór Einarsson lögfræðingurÍ áliti Embættis ríkislögreglustjóra um þá tillögu segir að skilyrðislaust fráhvarf frá fangelsisrefsingu minnki áhættu viðkomandi einstaklings eða hóps við að stunda slíka brotastarfsemi. Einstaklingur sem ber á sér neysluskammt fíkniefna geti búið yfir upplýsingum um eða jafnvel verið þátttakandi í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Breytingin kynni að leiða til þess að smásölum á sviði fíkniefnaviðskipta fjölgi. Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins, segir allar tillögurnar í skýrslunni vera málamiðlun. „Þeir sem vilja mest frjálsræði vilja ganga lengst og aðrir kannski aðeins skemmra. Það sem gefur tillögunum hins vegar mest vægi er sú samstaða sem náðist þar um,“ segir Borgar Þór og bætir við að þegar ólíkir aðilar komi saman að tillögum sem þessum sé eðlilega mismunandi afstaða til einstakra þátta.Hópurinn telur að tryggja þurfti einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Vísir/AntonBrinkRauði krossinn og Embætti landlæknis og ríkislögreglustjóra eiga fulltrúa í starfshópnum. „Varðandi þingið eru eflaust margir sem vilja sjá róttækari breytingar en sumir hræðast allar breytingar. Ég hef enga ástæðu til að ætla að einhverjir setji sig sérstaklega upp á móti tillögunum en það þarf auðvitað að útfæra nokkur atriði betur,“ segir Borgar. Hópurinn telur að með auknu aðgengi að hreinum sprautubúnaði megi takmarka þann skaða sem einstaklingar verða fyrir. Kostnaður vegna hreinna nála og þjónustunnar sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast vegna sprautunotkunar. Í sértækri nálaskiptaþjónustu munu einstaklingar geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, sprittklúta fyrir stungustað og annan sprautubúnað sem þarf til þess að draga úr líkum á smiti og sýkingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira