Bjóði hreinar nálar ókeypis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Starfshópur leggur til að aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Ríkislögreglustjóri gagnrýnir tillögu um afnám fangelsisrefsingar. Skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu var dreift á Alþingi í gær. Nái tillögur starfshópsins fram að ganga mun aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Hópurinn telur að tryggja þurfi einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Heilsufarsvandi þeirra sem sprauta sig sé í flestum tilvikum rakinn til sýkinga eða smits sem þeir verða fyrir af völdum óhreins eða sýkts sprautubúnaðar. Fréttablaðið sagði í gær frá þeirri tillögu starfshópsins að refsing fyrir vörslu og meðferð á neysluskömmtum ólöglegra vímuefna yrði bundin við sektir. Í dag er gert ráð fyrir því í lögum að hægt sé að dæma í fangelsi fyrir vörslu ávana- og fíkniefna.Borgar Þór Einarsson lögfræðingurÍ áliti Embættis ríkislögreglustjóra um þá tillögu segir að skilyrðislaust fráhvarf frá fangelsisrefsingu minnki áhættu viðkomandi einstaklings eða hóps við að stunda slíka brotastarfsemi. Einstaklingur sem ber á sér neysluskammt fíkniefna geti búið yfir upplýsingum um eða jafnvel verið þátttakandi í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Breytingin kynni að leiða til þess að smásölum á sviði fíkniefnaviðskipta fjölgi. Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins, segir allar tillögurnar í skýrslunni vera málamiðlun. „Þeir sem vilja mest frjálsræði vilja ganga lengst og aðrir kannski aðeins skemmra. Það sem gefur tillögunum hins vegar mest vægi er sú samstaða sem náðist þar um,“ segir Borgar Þór og bætir við að þegar ólíkir aðilar komi saman að tillögum sem þessum sé eðlilega mismunandi afstaða til einstakra þátta.Hópurinn telur að tryggja þurfti einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Vísir/AntonBrinkRauði krossinn og Embætti landlæknis og ríkislögreglustjóra eiga fulltrúa í starfshópnum. „Varðandi þingið eru eflaust margir sem vilja sjá róttækari breytingar en sumir hræðast allar breytingar. Ég hef enga ástæðu til að ætla að einhverjir setji sig sérstaklega upp á móti tillögunum en það þarf auðvitað að útfæra nokkur atriði betur,“ segir Borgar. Hópurinn telur að með auknu aðgengi að hreinum sprautubúnaði megi takmarka þann skaða sem einstaklingar verða fyrir. Kostnaður vegna hreinna nála og þjónustunnar sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast vegna sprautunotkunar. Í sértækri nálaskiptaþjónustu munu einstaklingar geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, sprittklúta fyrir stungustað og annan sprautubúnað sem þarf til þess að draga úr líkum á smiti og sýkingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu var dreift á Alþingi í gær. Nái tillögur starfshópsins fram að ganga mun aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Hópurinn telur að tryggja þurfi einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Heilsufarsvandi þeirra sem sprauta sig sé í flestum tilvikum rakinn til sýkinga eða smits sem þeir verða fyrir af völdum óhreins eða sýkts sprautubúnaðar. Fréttablaðið sagði í gær frá þeirri tillögu starfshópsins að refsing fyrir vörslu og meðferð á neysluskömmtum ólöglegra vímuefna yrði bundin við sektir. Í dag er gert ráð fyrir því í lögum að hægt sé að dæma í fangelsi fyrir vörslu ávana- og fíkniefna.Borgar Þór Einarsson lögfræðingurÍ áliti Embættis ríkislögreglustjóra um þá tillögu segir að skilyrðislaust fráhvarf frá fangelsisrefsingu minnki áhættu viðkomandi einstaklings eða hóps við að stunda slíka brotastarfsemi. Einstaklingur sem ber á sér neysluskammt fíkniefna geti búið yfir upplýsingum um eða jafnvel verið þátttakandi í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Breytingin kynni að leiða til þess að smásölum á sviði fíkniefnaviðskipta fjölgi. Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins, segir allar tillögurnar í skýrslunni vera málamiðlun. „Þeir sem vilja mest frjálsræði vilja ganga lengst og aðrir kannski aðeins skemmra. Það sem gefur tillögunum hins vegar mest vægi er sú samstaða sem náðist þar um,“ segir Borgar Þór og bætir við að þegar ólíkir aðilar komi saman að tillögum sem þessum sé eðlilega mismunandi afstaða til einstakra þátta.Hópurinn telur að tryggja þurfti einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Vísir/AntonBrinkRauði krossinn og Embætti landlæknis og ríkislögreglustjóra eiga fulltrúa í starfshópnum. „Varðandi þingið eru eflaust margir sem vilja sjá róttækari breytingar en sumir hræðast allar breytingar. Ég hef enga ástæðu til að ætla að einhverjir setji sig sérstaklega upp á móti tillögunum en það þarf auðvitað að útfæra nokkur atriði betur,“ segir Borgar. Hópurinn telur að með auknu aðgengi að hreinum sprautubúnaði megi takmarka þann skaða sem einstaklingar verða fyrir. Kostnaður vegna hreinna nála og þjónustunnar sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast vegna sprautunotkunar. Í sértækri nálaskiptaþjónustu munu einstaklingar geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, sprittklúta fyrir stungustað og annan sprautubúnað sem þarf til þess að draga úr líkum á smiti og sýkingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira