Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 18:05 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira