Sport

Bandaríkin unnið til flestra verðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Phelps hefur unnið til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í ár.
Michael Phelps hefur unnið til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í ár. vísir/getty
Eftir fimm daga á Ólympíuleikunum í Ríó hafa Bandaríkin unnið flestar medalíur.

Bandaríkjamenn hafa alls náð í 32 medalíur; 11 gull, 11 silfur og 10 brons.

Bandaríkin hafa verið afar sigursæl í sundkeppninni og unnið 21 medalíu það sem af er Ólympíuleikunum.

Kínverjar koma næstir með 23 medalíur í heildina. Kína hefur unnið 10 gullverðlaun, fimm silfur og átta brons. Kínverjar hafa verið öflugir í kraflyftingakeppninni og unnið til fimm verðlauna í henni.

Japan er í 3. sæti á medalíulistanum með 18 slíkar. Helmingurinn af verðlaunum Japana eru fyrir júdó.

Rússar koma svo í 4. sæti með 15 medalíur og Ástralir og Bretar eru jafnir í 5.-6. sæti með 12 medalíur. Ítalir verma svo 7. sætið á medalíulistanum með 11 slíkar.

Flestar medalíur á Ólympíuleikunum:

1. Bandaríkin - 32 (11, 11, 10)

2. Kína - 23 (10, 5, 8)

3. Japan - 18 (6, 1, 11)

4. Rússland - 15 (4, 7, 4)

5.-6. Ástralía - 12 (5, 2, 5)

5.-6. Bretland - 12 (3, 3, 6)

7. Ítalía - 11 (3, 6, 2)

8. Suður-Kórea - 9 (4, 2, 3)

9.-10. Ungverjaland - 7 (5, 1, 1)

9.-10. Kasakstan - 7 (2, 2, 3)

Flestar gullmedalíur á Ólympíuleikunum:

1. Bandaríkin - 11

2. Kína - 10

3. Japan - 6

4.-5. Ástralía - 5

4.-5. Ungverjaland - 5


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×