Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan.
Ísland hafði aldrei átt sundkonu í úrslitum fyrir þessa á Ólympíuleika en nú hafa tvær komist í átta manna úrslit á Ólympíuleikum sem risastórt skref fyrir íslenska sundið.
Það var gríðarlega hart barist um sætin átta í úrslitunum. Eygló Ósk synti á 2:08.84 mínútum og setti nýtt glæsilegt Íslandsmet en gamla metið hennar var rúmlega eins árs.
Það er frábært og um leið sjaldgæft að íslensk sundfólki nái að setja Íslandsmet á Ólympíuleikum. Gamla Íslandsmetið hennar var 2:09,04 mínútur. Þetta var ekki bara Íslandsmet heldur einnig Norðurlandamet.
Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir komust því báðar í úrslitasund á þessum Ólympíuleikum en Hrafnhildur varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á mánudaginn. Hrafnhildur fylgdi því eftir með því að ná 11. sæti í 200 metra bringusundinu.
Eygló Ósk var með tólfta besta tímann í undanrásunum og náði því að hækka sig um fimm sæti sem er frábær árangur.
Katinka Hosszú frá Ungverjalandi var með besta tímann en hún er á eftir sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í Ríó.
Bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, ver ekki gullið sitt því hún komst ekki í úrslitasundið.
Eygló Ósk syndir úrslitasundið klukkan 22.03 annað kvöld en klukkan verður þá orðin eitt að nóttu að íslenskum tíma.