Íslenski boltinn

Óli Kristjáns svaraði Pepsi-mörkunum á Twitter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. vísir/getty
Í Pepsi-mörkunum í kvöld var rætt um þau ummæli Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Randers, um að enginn leikmaður í Pepsi-deildinni gæti styrkt lið hans í Danmörku.

„Við munum pottþétt reyna að styrkja liðið í janúar en ég mun ekki horfa heim til Íslands hvað það varðar. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með Pepsi-deildinni í sumar og ég tel að enginn leikmaður í deildinni myndi styrkja liðið mitt,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið.

Sjá einnig: Afhroð Vals gott dæmi um að enginn á Íslandi er nógu góður fyrir Ólaf í Randers

Strákarnir í Pepsi-mörkunum voru ekki alveg sammála þessu og Ólafur, sem var augljóslega að horfa á þáttinn ytra, tók til máls á Twitter.

Þar talar Ólafur um að leikmenn þurfi að vera með hugarfarið í lagi og það sé engum greiði gerður með fölskum vonum. Hugleiðingar þjálfarans má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×