Innlent

19 ára piltur grunaður um tvær nauðganir á tveimur vikum

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Myndin er sviðsett og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin er sviðsett og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Getty

Nítján ára piltur er grunaður um að hafa nauðgað stúlku síðastliðinn sunnudag aðeins sex dögum eftir að hann var handtekinn á Suðurnesjum fyrir nauðgun. Báðar stúlkurnar eru 15 ára gamlar en þær hafa báðar kært piltinn.

Lögreglan á Suðurnesjum sá enga ástæðu til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir piltinum eftir að pilturinn var handtekinn í fyrra skiptið fyrir um tveimur vikum síðan. Til stendur að leysa piltinn úr gæsluvarðhaldi á morgun.

Fréttatíminn greinir frá þessu á síðu sinni og í blaði sem kemur út á morgun.

Læsti sig inn í herbergi með fórnarlambinu
Seinna málið kom upp í Grafarvogi á síðastliðinn sunnudag en Fréttatíminn greinir frá því að hringt hafi verið á sjúkrabíl að heimili í Grafarvogi þar sem nokkur ungmenni voru saman komin í íbúð. Þegar viðstaddir heyrðu óp og grátur úr einu herberginu reyndu þau að komast inn en dyrnar voru læstar. Eftir viðstöðulausar tilraunir kom pilturinn til dyra og hljóp út úr í íbúðinni og niður í fjöru.

Pilturinn var síðar handtekinn í fjörunni en hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi. Eftir að í ljós kom að pilturinn hafði verið handtekinn 6 dögum fyrr fór lögreglan í Reykjavík fram á gæsluvarðhald yfir piltinum.

Báðar stúlkurnar fengu aðhlynningu á Neyðarmóttöku eftir meintar árásir piltsins.

Verjandi piltsins, Unnar Steinn Bjarnason, segir í Fréttatímanum ekki vita hvort farið verður fram á framlengingu gæsluvarðhaldsins. Rannsókn málana er á frumstigi en Unnar segir þau vera innbyrðis lík.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.