Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 09:00 Eygló með hinum verðlaunahöfunum í 100 m baksundi í desember. Vísir/AFP Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira