Sport

Kínverjar klúðruðu framleiðslu á eigin fána

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Glöggir Kínverjar tóku eftir því að litlu stjörnurnar í Ríó hölluðu ekki í átt að stóru stjörnunni eins og rétt er að gera.
Glöggir Kínverjar tóku eftir því að litlu stjörnurnar í Ríó hölluðu ekki í átt að stóru stjörnunni eins og rétt er að gera.
Skipuleggjendur ÓL í Ríó hafa beðist afsökunar á því að hafa notað ranga útgáfu af fána þjóðarinnar sem var reyndar framleiddur í Kína.

Litlu stjörnurnar á fánunum í Brasilíu eru allar beinar en þeir eiga að halla í átt að stóru stjörnunni.

Þetta kom snemma í ljós og voru skipuleggjendur ÓL miður sín og báðust afsökunar. Búið er að kippa þessu í liðinn.

Það er svo auðvitað heilmikil kaldhæðni í því að þessir illa gerðu fánar hafi verið framleiddir í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×