Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 23:54 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims. CrossFit Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims.
CrossFit Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira