Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 23:54 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims. CrossFit Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún tryggir sér titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja er aðeins önnur konan sem nær að vinna þennan titil tvisvar sinnum en hin er landa hennar Annie Mist Þórisdóttir. Íslenskar crossfit-konur hafa því unnið þessar krefjandi keppni fjórum sinnum sem er frábær árangur. Það var mikil spenna í lok keppninnar enda munaði litlu á milli efstu kvenna. Katrín Tanja og Tia-Clair Toomey voru að berjast um efsta sætið en Katrín náði sér ekki alveg nógu vel á strik í lokagreininni. Hún var áhyggjufull eftir keppnina og það var ekki að sjá á henni að hún væri að fara að vinna. Mótshaldarar tóku sinn tíma í að reikna út lokastigin og á meðan þurfti stelpurnar að bíða og vona það besta. Katrín Tanja fór að gráta af gleði þegar sigurinn var í höfn. Katrín Tanja var með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina og það dugði henni því hún vann á endanum með ellefu stiga mun. Katrín Tanja fékk 984 stig á meðan Tia-Clair Toomey fékk 973 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð síðan þriðja með 919 stig en þessar þrjár enduðu einmitt í sömu sætum í keppninni í fyrra. Katrín Tanja vann tvær greinar af fimmtán og var meðal sex efstu í sex greinum til viðbótar. Hún sýndi mikinn viljastyrk á lokadeginum og það er ljóst að þarna fer alvöru baráttukona. Annie Mist Þórisdóttir endaði í þrettánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 19. sæti. Allar íslensku stelpurnar voru því inn á topp tuttugu og Ísland á því tuttugu prósent af tuttugu hraustustu konum heims.
CrossFit Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sjá meira